Fór í Val til að vinna titla: „Æfa á atvinnumannatíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 09:01 Jónatan Ingi Jónsson er spenntur fyrir komandi sumri hjá Val. Vísir/Arnar Jónatan Ingi Jónsson er kominn heim úr atvinnumennsku og samdi við Valsmenn. Hann er uppalinn hjá FH og spilaði fjögur tímabil með meistaraflokki FH áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir 2021 tímabilið. Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira