Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2024 12:15 Snorri Steinn Guðjónsson tekur utan um Bjarka Má Elísson. vísir/vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30