Álftanes fær einn efnilegasta körfuboltamann landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 17:27 Róbert Sean Birmingham mun klára tímabilið með Álftanesi og það eru margir spenntir að sjá hvað hann hefur bætt sig út í Bandaríkjunum. Álftanes Það er nóg af gleðitíðindum úr herbúðum nýliðana af Álftanesi. Í gær komst liðið í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni með sigri á Grindavík og í dag tilkynnti félagið að einn efnilegasti körfuboltamaður Íslands væri á leiðinni til félagsins. Róbert Sean Birmingham hefur ákveðið að koma heim frá Bandaríkjunum og klára þetta tímabil með Álftanesliðinu í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur til liðsins um leið og tímabilinu lýkur hjá honum og liðsfélögum hans í Concorde Academy í miðskólaboltanum í Bandaríkjunum. Róbert hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands en hann er uppalinn í Njarðvík. Róbert er 19 ára, 202 sentímetra vængmaður. Á sínum ferli hefur hann heillað margan þjálfarann, sem endurspeglaðist meðal annars í áhuga stórra háskólaliða á honum. Sá áhugi endaði með því að Róbert ákvað að ganga til liðs við skólalið Indiana State, en þekktasti leikmaður í sögu þess skóla er goðsögnin Larry Bird. Róbert mun fara til Indiana State eftir dvöl sína á Álftanesi. Áður en Róbert hóf að leika í bandaríska miðskólaboltanum var hann á Spáni. Þar var hann í tvö ár hjá akademíu spænska stórliðsins Baskonia. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni. Hann lék upp yngri flokkana með Njarðvík og hóf að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára að aldri. Sem fyrr segir kemur hann á Nesið að tímabili sínu loknu í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins einhverntímann í febrúarmánuði. „Við á Álftanesi hlökkum til að fá Róbert inn í liðið. Hann er mikið efni og ekki skemmir fyrir að hann kemur af einstaklega góðu fólki. Hann hefur átt frábæran yngri flokka feril, hvort sem það er hér á landi, á Spáni eða í Bandaríkjunum. Það er gaman fyrir okkur að vera hluti af hans vegferð og gaman fyrir hann að vera hluti af flottu liði og verða hluti af sterkri liðsheild sem myndast hefur á tímabilinu og undanfarin ár. Við erum afskaplega glöð með þessa niðurstöðu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Ég hlakka til að koma aðeins heim til Íslands og spila í Subway deildinni. Ég er ótrúlega þakklátur Kjartani Atla og öllum í stjórninni hjá Álftanes að gefa mér þetta tækifæri. Kjartan Atli er einn af efnilegustu þjálfurum á landinu og það verða miklar fyrirmyndir með mér í liðinu“ segir Róbert Sean Birmingham. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Róbert Sean Birmingham hefur ákveðið að koma heim frá Bandaríkjunum og klára þetta tímabil með Álftanesliðinu í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur til liðsins um leið og tímabilinu lýkur hjá honum og liðsfélögum hans í Concorde Academy í miðskólaboltanum í Bandaríkjunum. Róbert hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands en hann er uppalinn í Njarðvík. Róbert er 19 ára, 202 sentímetra vængmaður. Á sínum ferli hefur hann heillað margan þjálfarann, sem endurspeglaðist meðal annars í áhuga stórra háskólaliða á honum. Sá áhugi endaði með því að Róbert ákvað að ganga til liðs við skólalið Indiana State, en þekktasti leikmaður í sögu þess skóla er goðsögnin Larry Bird. Róbert mun fara til Indiana State eftir dvöl sína á Álftanesi. Áður en Róbert hóf að leika í bandaríska miðskólaboltanum var hann á Spáni. Þar var hann í tvö ár hjá akademíu spænska stórliðsins Baskonia. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni. Hann lék upp yngri flokkana með Njarðvík og hóf að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára að aldri. Sem fyrr segir kemur hann á Nesið að tímabili sínu loknu í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins einhverntímann í febrúarmánuði. „Við á Álftanesi hlökkum til að fá Róbert inn í liðið. Hann er mikið efni og ekki skemmir fyrir að hann kemur af einstaklega góðu fólki. Hann hefur átt frábæran yngri flokka feril, hvort sem það er hér á landi, á Spáni eða í Bandaríkjunum. Það er gaman fyrir okkur að vera hluti af hans vegferð og gaman fyrir hann að vera hluti af flottu liði og verða hluti af sterkri liðsheild sem myndast hefur á tímabilinu og undanfarin ár. Við erum afskaplega glöð með þessa niðurstöðu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Ég hlakka til að koma aðeins heim til Íslands og spila í Subway deildinni. Ég er ótrúlega þakklátur Kjartani Atla og öllum í stjórninni hjá Álftanes að gefa mér þetta tækifæri. Kjartan Atli er einn af efnilegustu þjálfurum á landinu og það verða miklar fyrirmyndir með mér í liðinu“ segir Róbert Sean Birmingham.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira