Bridge-æði á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2024 10:37 Birkir Jón er fyrirliði landsliðsins en þátttaka í WBT Reykjavík, sterkasta bridge-móti sem haldið hefur verið á Íslandi, er glæsilegur upptaktur fyrir undirbúning Evrópumótsins sem fram fer í sumar. vísir/pétur Bridge-æði ríkir á Íslandi. Sem er óvænt á tölvuöld. Ekki beinlínis í takti við tímann en þannig er það nú samt og segir ef til vill sína sögu um einhvers konar díalektískt afturhvarf. Og nú stendur fyrir dyrum ofurbridge-mót, eitt það sterkasta sem haldið hefur verið á Íslandi og í framhaldi af því hefst sjálf Bridge-hátíð. Sannkölluð bridge-veisla stendur fyrir dyrum og bridge-áhugamenn fagna. Mótið sem kallast WBT Masters Reykjavík er sveitakeppni og Íslendingar eru með tvær sveitir, sjálft landsliðið og Grant Thornton, sveit sem má kannski kalla pressuliðið en sú sveit hefur verið að gera það gott á mótum að undanförnu. Sterkasta bridge-mót sem haldið hefur verið á Íslandi Vísir náði tali af sjálfum fyrirliða landsliðsins, sem er fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og bæjarfulltrúi í Kópavogi, Birkir Jón Jónsson er brattur að vanda. Hann var nýkominn af æfingu þegar Vísir náði tali af honum og Birkir Jón var auðvitað spurður bjánaspurningar. Hvernig æfa menn fyrir bridge-mót? „Það er náttúrlega bara … menn taka æfingar og melda spil. Og ræða ýmsar stöður sem koma upp.“ Fyrirliðanum vefst tunga um tönn. En þrjú pör skipa landsliðið og Birkir Jón spilar með sjálfum Aðalsteini Jörgensen, sem er gullaldarspilari. „Við erum að endurnýja gömul kynni.“ Birkir Jón ber saman bækur sína við meðal annarra sjálfan kynningarfulltrúa Bridgesambandsins, Björn Þorláksson.vísir/pétur En er hægt að fullyrða að um sé að ræða sterkasta bridge-mót sem haldið hefur verið á Íslandi, eins og grjótharður upplýsingafulltrúi Bridgesambandsins heldur fram? „Tjahhh, það er ljóst að í þessum sveitum sem eru að koma til landsins eru flestir af sterkustu spilurum heims. Ég hef svo sem ekki gert neina vísindalega úttekt almennt á styrkleikasveitanna en það er ljóst að þetta er mikill viðburður að fá alla þessa spilara til landsins.“ Ekki gott að mæta til leiks með hræðslusvip á andliti Birkir Jón segir það mikla viðurkenningu fyrir Bridgesambandið að fá að halda þetta WBT-mót. „Þetta leiðir líka það af sér að mætingin á Bridgehátíð, sem er haldin í beinu framhaldi, er ein sú allra besta um árabil. Þannig að, jájá, þetta er mikil lyftistöng fyrir bridge-ið. Maður sér það líka í iðkun að það er mikil fjölgun; bæði meðal þeirra sem mæta á námskeið og líka í félögunum. Það er mikil sigling á íþróttinni núna um þessar mundir,“ segir Birkir Jón. Við fögnum því auðvitað. Bridge er sú íþrótt sem við Íslendingar höfum náð mestum árangri í. Bermúda-skálin er Íslendingum enn í fresku minni, helst er á Birki Jóni að skilja að það hafi verið í gær sem Ísland vann skálina þá en þó eru liðin þrjátíu ár síðan það var. Fyrirliðinn er brattur og segir það ekki duga að mæta til leiks með hræðslusvip. Virkilega spennandi verður að fylgjast með gengi íslensku sveitanna sem nú fá þess kost að reyna sig við þá bestu.vísir/pétur Tíminn er afstæður þegar menn spila bridge. Og nú er vakning. En er Birkir Jón ekkert hræddur við að mæta þessum ofurspilurum sem eru væntanlegir? „Það veit nú ekki á gott ef maður sest við borðið með einhvern hræðslusvip. Nei, nei, maður ber virðingu fyrir þessum andstæðingum en ef við spilum góðan bridge getur allt gerst í þessu móti,“ segir Birkir Jón. Píndur til að læra bridge í busavígslu á Laugavatni Íslensku spilararnir eru að kljást við menn sem hafa bridge að atvinnu og spila auðvitað margfalt meira en okkar menn. „Þeir eru á mótum um heim allan þannig að það er ólíku saman að jafna en það er búið að setja upp metnaðarfullt landsliðsprógramm. Þetta er fyrsta skrefið í þeirri vegferð að undirbúa okkur fyrir Evrópumótið sem verður í sumar. Þannig að þetta er fyrsti prófsteinninn, þannig.“ Landsliðsnefnd velur landsliðið og svo er þarna annað lið, sem má ef til vill kalla pressulið? „Já, ég myndi segja það. Þetta er sveit sem hefur náð mjög góðum árangri, unnið Íslandsmót og þeir eru til alls vísir.“ Matthías Imsland er framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands og hann segir alltaf gaman, í meðbyr. Sjálfur lærði hann að spila bridge þegar hann var í Menntaskólanum á Laugavatni en þá var þetta liður í busavígslunni, að pína menn til að læra að spila bridge. Matthías hefur lyft grettistaki eftir að hann tók við sem framkvæmdastjóri. „Við spilum í Hörpu og útlendingum finnst þetta geggjað umhverfi. Þetta er í annað skipti sem ég held hátíðina.“ Bridge-vakning á Íslandi Matthías upplýsir að um átta hundruð manns taki þátt í Bridgehátíð, sem tekur við af WBT-mótinu; og verður haldin á fimmtudegi, föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Bæði er spilaður tvímenningur og sveitakeppni. Þrjú hundruð útlendingar eru væntanlegir. Matthías Imsland er framkvæmdastjóri Bridgesambandsins og hann segir vakninguna megi ef til vill rekja til hugarfarsbreytingar. Bridge sé einfaldlega frábært spil.vísir/pétur „Þar er mikill áhugi. Það þykir Hipp og kúl að koma til Íslands og spila. Og það verður troðfullt í Hörpu. Stærsta vandamálið hjá okkur núna er plássleysi,“ segir Matthías sem var að flytja aðgerðastjórnina á fjórðu hæð. Sannkölluð bridge-vakning hefur verið á Íslandi á allra síðustu árum. Þeim hjá Bridge-hreyfingunni hefur tekist að koma bridge inn sem valáfanga hjá framhaldsskólum, fullt er á öll byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið líka. „Það er engin ein skýring en ein gæti verið að Bridgesambandið sjálft var kannski búið að missa trúna. Það var enginn ungur að læra þetta og þeir sáu þetta bara í andaslitrunum. En þetta er bara gott spil og af hverju ættu krakkar ekki að hafa gaman að þessu núna eins og þá?“ spyr Matthías og bætir því við að aukin umræða, aukinn sýnileiki, spili sína rullu. Bridge Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Og nú stendur fyrir dyrum ofurbridge-mót, eitt það sterkasta sem haldið hefur verið á Íslandi og í framhaldi af því hefst sjálf Bridge-hátíð. Sannkölluð bridge-veisla stendur fyrir dyrum og bridge-áhugamenn fagna. Mótið sem kallast WBT Masters Reykjavík er sveitakeppni og Íslendingar eru með tvær sveitir, sjálft landsliðið og Grant Thornton, sveit sem má kannski kalla pressuliðið en sú sveit hefur verið að gera það gott á mótum að undanförnu. Sterkasta bridge-mót sem haldið hefur verið á Íslandi Vísir náði tali af sjálfum fyrirliða landsliðsins, sem er fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og bæjarfulltrúi í Kópavogi, Birkir Jón Jónsson er brattur að vanda. Hann var nýkominn af æfingu þegar Vísir náði tali af honum og Birkir Jón var auðvitað spurður bjánaspurningar. Hvernig æfa menn fyrir bridge-mót? „Það er náttúrlega bara … menn taka æfingar og melda spil. Og ræða ýmsar stöður sem koma upp.“ Fyrirliðanum vefst tunga um tönn. En þrjú pör skipa landsliðið og Birkir Jón spilar með sjálfum Aðalsteini Jörgensen, sem er gullaldarspilari. „Við erum að endurnýja gömul kynni.“ Birkir Jón ber saman bækur sína við meðal annarra sjálfan kynningarfulltrúa Bridgesambandsins, Björn Þorláksson.vísir/pétur En er hægt að fullyrða að um sé að ræða sterkasta bridge-mót sem haldið hefur verið á Íslandi, eins og grjótharður upplýsingafulltrúi Bridgesambandsins heldur fram? „Tjahhh, það er ljóst að í þessum sveitum sem eru að koma til landsins eru flestir af sterkustu spilurum heims. Ég hef svo sem ekki gert neina vísindalega úttekt almennt á styrkleikasveitanna en það er ljóst að þetta er mikill viðburður að fá alla þessa spilara til landsins.“ Ekki gott að mæta til leiks með hræðslusvip á andliti Birkir Jón segir það mikla viðurkenningu fyrir Bridgesambandið að fá að halda þetta WBT-mót. „Þetta leiðir líka það af sér að mætingin á Bridgehátíð, sem er haldin í beinu framhaldi, er ein sú allra besta um árabil. Þannig að, jájá, þetta er mikil lyftistöng fyrir bridge-ið. Maður sér það líka í iðkun að það er mikil fjölgun; bæði meðal þeirra sem mæta á námskeið og líka í félögunum. Það er mikil sigling á íþróttinni núna um þessar mundir,“ segir Birkir Jón. Við fögnum því auðvitað. Bridge er sú íþrótt sem við Íslendingar höfum náð mestum árangri í. Bermúda-skálin er Íslendingum enn í fresku minni, helst er á Birki Jóni að skilja að það hafi verið í gær sem Ísland vann skálina þá en þó eru liðin þrjátíu ár síðan það var. Fyrirliðinn er brattur og segir það ekki duga að mæta til leiks með hræðslusvip. Virkilega spennandi verður að fylgjast með gengi íslensku sveitanna sem nú fá þess kost að reyna sig við þá bestu.vísir/pétur Tíminn er afstæður þegar menn spila bridge. Og nú er vakning. En er Birkir Jón ekkert hræddur við að mæta þessum ofurspilurum sem eru væntanlegir? „Það veit nú ekki á gott ef maður sest við borðið með einhvern hræðslusvip. Nei, nei, maður ber virðingu fyrir þessum andstæðingum en ef við spilum góðan bridge getur allt gerst í þessu móti,“ segir Birkir Jón. Píndur til að læra bridge í busavígslu á Laugavatni Íslensku spilararnir eru að kljást við menn sem hafa bridge að atvinnu og spila auðvitað margfalt meira en okkar menn. „Þeir eru á mótum um heim allan þannig að það er ólíku saman að jafna en það er búið að setja upp metnaðarfullt landsliðsprógramm. Þetta er fyrsta skrefið í þeirri vegferð að undirbúa okkur fyrir Evrópumótið sem verður í sumar. Þannig að þetta er fyrsti prófsteinninn, þannig.“ Landsliðsnefnd velur landsliðið og svo er þarna annað lið, sem má ef til vill kalla pressulið? „Já, ég myndi segja það. Þetta er sveit sem hefur náð mjög góðum árangri, unnið Íslandsmót og þeir eru til alls vísir.“ Matthías Imsland er framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands og hann segir alltaf gaman, í meðbyr. Sjálfur lærði hann að spila bridge þegar hann var í Menntaskólanum á Laugavatni en þá var þetta liður í busavígslunni, að pína menn til að læra að spila bridge. Matthías hefur lyft grettistaki eftir að hann tók við sem framkvæmdastjóri. „Við spilum í Hörpu og útlendingum finnst þetta geggjað umhverfi. Þetta er í annað skipti sem ég held hátíðina.“ Bridge-vakning á Íslandi Matthías upplýsir að um átta hundruð manns taki þátt í Bridgehátíð, sem tekur við af WBT-mótinu; og verður haldin á fimmtudegi, föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Bæði er spilaður tvímenningur og sveitakeppni. Þrjú hundruð útlendingar eru væntanlegir. Matthías Imsland er framkvæmdastjóri Bridgesambandsins og hann segir vakninguna megi ef til vill rekja til hugarfarsbreytingar. Bridge sé einfaldlega frábært spil.vísir/pétur „Þar er mikill áhugi. Það þykir Hipp og kúl að koma til Íslands og spila. Og það verður troðfullt í Hörpu. Stærsta vandamálið hjá okkur núna er plássleysi,“ segir Matthías sem var að flytja aðgerðastjórnina á fjórðu hæð. Sannkölluð bridge-vakning hefur verið á Íslandi á allra síðustu árum. Þeim hjá Bridge-hreyfingunni hefur tekist að koma bridge inn sem valáfanga hjá framhaldsskólum, fullt er á öll byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið líka. „Það er engin ein skýring en ein gæti verið að Bridgesambandið sjálft var kannski búið að missa trúna. Það var enginn ungur að læra þetta og þeir sáu þetta bara í andaslitrunum. En þetta er bara gott spil og af hverju ættu krakkar ekki að hafa gaman að þessu núna eins og þá?“ spyr Matthías og bætir því við að aukin umræða, aukinn sýnileiki, spili sína rullu.
Bridge Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira