Geta afrekað það í dag sem íslenska landsliðið hefur aldrei náð áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 12:30 Róbert Gunnarsson skorar eitt af fimm mörkum sínum í jafntefli á móti Króatíu á EM 2010. Getty/Lars Ronbog Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Króatíu í dag í tíunda skiptið á stórmóti í handbolta en fyrsti sigurinn á móti Króötum á þó enn eftir að vinnast. Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira