Fallegustu bækur í heimi til sýnis í Garðabæ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 15:45 Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og stjórnarmaður hjá FÍT. Vísir/Einar Fallegustu bækur í heimi eru nú til sýnis á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Grafískur hönnuður segir að í bókverkunum sé hugsað út í minnstu smáatriði, allt frá staðsetningu blaðsíðutalsins og því hvernig titlar séu settir upp. FÍT, Félag íslenskra teiknara, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Stiftung Buchkunst standa fyrir sýningunni Best Book Design from all over the World 2023. Sýningin var opnuð á föstudag og stendur yfir næsta mánuðinn. Sýnt var frá opnuninni í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Í ár bárust 600 bækur í keppnina frá 30 löndum. Fjórtán þeirra voru verðlaunaðar, bækur frá Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi, Grikklandi, Hollandi, Austurríki, Póllandi, Sviss og Suður Kóreu. Fallegasta bókin kemur frá Sviss Aðalverðlaunin í ár hlaut bókin Susi + Ueli Berger. Kunst am Bau und im öffentlichen Raum 1968-2008. „Bókin er stuðningsrit við sýningu sem var sett upp með verkum Susi og Ueli en það ætti frekar horfa á hana sem sjálfstæða upplifun af verkum þeirra“ segir í umfjöllum dómnefndarinnar. Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og stjórnarmaður hjá FÍT, útskýrir að vinningsbókin fjalli um sýningu sem gerð var um ævistarf höfundanna í Sviss. „Í umsögn dómnefndar er talað um að henni séu gerð önnur skil heldur en sýningin, bókverkið stendur eitt og sér. Hún gerir efninu mjög góð skil,“ segir Anton. Verðlaunabækurnar eru mjög fjölbreyttar en að sögn Arnars er ekki eitthvað eitt skilyrði sem þarf að uppfylla til að teljast sem „falleg bók.“ Það er svolítið einmitt að virða viðfangsefnið og bókin ætti algjörlega að endurspegla viðfangsefnið sjálft. Hann nefnir dæmi um aðra bók eftir danskan listamann þar sem prentað er báðum megin og virðist sem túss komi í gegnum blaðsíðurnar. Ein af verðlaunabókunum sem eru til sýnis á sýningunni. Vísir/Einar Átt að fá tilfinningu fyrir viðfangsefninu Aðspurður um hvað það sé sem einkenni góða bókahönnun segir Anton að ákvarðanir um pappírsval, letur og umbrot verði að taka út frá viðfangsefninu. „Þegar þú flettir bókinni og bókverkum eins og þessum, þá áttu að fá einhverskonar tilfinningu fyrir viðfangsefninu sem slíku. Svo náttúrulega þessi vandvirkni í öllum atriðum, ef þú skoðar þessar bækur og hvar blaðsíðutalið er, hvernig titlarnir eru settir upp, þetta er allt úthugsað.“ Bókmenntir Tíska og hönnun Bókaútgáfa Sýningar á Íslandi Garðabær Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
FÍT, Félag íslenskra teiknara, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Stiftung Buchkunst standa fyrir sýningunni Best Book Design from all over the World 2023. Sýningin var opnuð á föstudag og stendur yfir næsta mánuðinn. Sýnt var frá opnuninni í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Í ár bárust 600 bækur í keppnina frá 30 löndum. Fjórtán þeirra voru verðlaunaðar, bækur frá Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi, Grikklandi, Hollandi, Austurríki, Póllandi, Sviss og Suður Kóreu. Fallegasta bókin kemur frá Sviss Aðalverðlaunin í ár hlaut bókin Susi + Ueli Berger. Kunst am Bau und im öffentlichen Raum 1968-2008. „Bókin er stuðningsrit við sýningu sem var sett upp með verkum Susi og Ueli en það ætti frekar horfa á hana sem sjálfstæða upplifun af verkum þeirra“ segir í umfjöllum dómnefndarinnar. Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og stjórnarmaður hjá FÍT, útskýrir að vinningsbókin fjalli um sýningu sem gerð var um ævistarf höfundanna í Sviss. „Í umsögn dómnefndar er talað um að henni séu gerð önnur skil heldur en sýningin, bókverkið stendur eitt og sér. Hún gerir efninu mjög góð skil,“ segir Anton. Verðlaunabækurnar eru mjög fjölbreyttar en að sögn Arnars er ekki eitthvað eitt skilyrði sem þarf að uppfylla til að teljast sem „falleg bók.“ Það er svolítið einmitt að virða viðfangsefnið og bókin ætti algjörlega að endurspegla viðfangsefnið sjálft. Hann nefnir dæmi um aðra bók eftir danskan listamann þar sem prentað er báðum megin og virðist sem túss komi í gegnum blaðsíðurnar. Ein af verðlaunabókunum sem eru til sýnis á sýningunni. Vísir/Einar Átt að fá tilfinningu fyrir viðfangsefninu Aðspurður um hvað það sé sem einkenni góða bókahönnun segir Anton að ákvarðanir um pappírsval, letur og umbrot verði að taka út frá viðfangsefninu. „Þegar þú flettir bókinni og bókverkum eins og þessum, þá áttu að fá einhverskonar tilfinningu fyrir viðfangsefninu sem slíku. Svo náttúrulega þessi vandvirkni í öllum atriðum, ef þú skoðar þessar bækur og hvar blaðsíðutalið er, hvernig titlarnir eru settir upp, þetta er allt úthugsað.“
Bókmenntir Tíska og hönnun Bókaútgáfa Sýningar á Íslandi Garðabær Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira