Besta lið Evrópu betlaði pening: Pínlegasta augnablikið á ævinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 12:30 Jamina Caroline Roberts í leik með sænska landsliðinu í bronsleik HM. Getty/ Clicks Images Kvennalið Vipers hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta undanfarin þrjú ár en norska félagið þurfti að grípa til örþrifaráða til að forðast gjaldþrot. Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski handboltinn Noregur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Sjá meira
Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski handboltinn Noregur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Sjá meira