Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 09:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Vísir/Arnar Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. Forsaga málsins er sú að Landsnet gerði þá breytingu í apríl 2022 að krefja orkuframleiðendur um fyrrnefnt aflgjald fyrir að mata orku inn á kerfi Landsnets. Hluti af flutningsgjaldi var færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Ágreiningurinn lýtur að því hvort heimild sé í raforkulögum til að innheimta aflgjaldið. Hæstiréttur taldi málið fordæmisgefandi og samþykkti því málskotsbeiðni Landsnets að taka málið fyrir. Kostnaður færðist til neytenda Landsvirkjun er langstærsti orkuframleiðandi landsins og taldi gjaldið ekki samræmast lögum. Fyrirtækið stefndi Landsneti og hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Vegna niðurstöðu dómsins breytti Landsnet uppbyggingu flutningsgjaldskrár sinnar þannig að aflgjaldið svonefnda lendir aftur á notendum raforku. Kostnaður vegna innmötunar þeirra færðist því frá framleiðendunum og til notenda sem hluti af flutnings- og dreifikostnaði. Í tilkynningu frá RARIK, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, segir að hækkun Landsnets á RARIK feli í sér 3-5 prósenta verðhækkun fyrir viðskiptavini RARIK. RARIK er með um 90% hlutdeild í dreifikerfi raforku í sveitum landsins og selur raforku í gegnum dótturfélagið Orkusöluna. Tækifæri til lægra verðs hjá Landsvirkjun Stærsti hluti þeirrar raforku sem RARIK dreifir til viðskiptavina sinna kemur frá flutningskerfi Landsnets. RARIK greiðir Landsneti fyrir þá raforku í samræmi við gjaldskrá Landsnets. Núna um áramót hækkar sú gjaldskrá um 14,5% sem hefur áhrif á alla raforkunotendur á Íslandi. Helminginn af 14,5 prósenta hækkuninni megi leiða til fyrrnefnds dómsmáls sem leiði til þess að Landsnet fái ekki tekjur með aflgjaldinu. Hinn helminginn til endurmats Landsnets á flutningsskrá í samræmi við tekjumörk fyrirtækisins. RARIK segir breytinguna þýða að þær virkjanir sem mati raforku inn á flutningskerfið greiði nú lægri gjöld til Landsnets en annars væri. Orkuframleiðendur á borð við Landsvirkjun ættu því að geta lækkað heildsöluverð til sölufyrirætkja sem starfi á smásölumarkaði til samræmis. „Með því skapast einnig tækifæri fyrir sölufyrirtækin að bjóða sínum viðskiptavinum lækkað verð á raforkunni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Dómsmál Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Landsnet gerði þá breytingu í apríl 2022 að krefja orkuframleiðendur um fyrrnefnt aflgjald fyrir að mata orku inn á kerfi Landsnets. Hluti af flutningsgjaldi var færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Ágreiningurinn lýtur að því hvort heimild sé í raforkulögum til að innheimta aflgjaldið. Hæstiréttur taldi málið fordæmisgefandi og samþykkti því málskotsbeiðni Landsnets að taka málið fyrir. Kostnaður færðist til neytenda Landsvirkjun er langstærsti orkuframleiðandi landsins og taldi gjaldið ekki samræmast lögum. Fyrirtækið stefndi Landsneti og hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Vegna niðurstöðu dómsins breytti Landsnet uppbyggingu flutningsgjaldskrár sinnar þannig að aflgjaldið svonefnda lendir aftur á notendum raforku. Kostnaður vegna innmötunar þeirra færðist því frá framleiðendunum og til notenda sem hluti af flutnings- og dreifikostnaði. Í tilkynningu frá RARIK, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, segir að hækkun Landsnets á RARIK feli í sér 3-5 prósenta verðhækkun fyrir viðskiptavini RARIK. RARIK er með um 90% hlutdeild í dreifikerfi raforku í sveitum landsins og selur raforku í gegnum dótturfélagið Orkusöluna. Tækifæri til lægra verðs hjá Landsvirkjun Stærsti hluti þeirrar raforku sem RARIK dreifir til viðskiptavina sinna kemur frá flutningskerfi Landsnets. RARIK greiðir Landsneti fyrir þá raforku í samræmi við gjaldskrá Landsnets. Núna um áramót hækkar sú gjaldskrá um 14,5% sem hefur áhrif á alla raforkunotendur á Íslandi. Helminginn af 14,5 prósenta hækkuninni megi leiða til fyrrnefnds dómsmáls sem leiði til þess að Landsnet fái ekki tekjur með aflgjaldinu. Hinn helminginn til endurmats Landsnets á flutningsskrá í samræmi við tekjumörk fyrirtækisins. RARIK segir breytinguna þýða að þær virkjanir sem mati raforku inn á flutningskerfið greiði nú lægri gjöld til Landsnets en annars væri. Orkuframleiðendur á borð við Landsvirkjun ættu því að geta lækkað heildsöluverð til sölufyrirætkja sem starfi á smásölumarkaði til samræmis. „Með því skapast einnig tækifæri fyrir sölufyrirtækin að bjóða sínum viðskiptavinum lækkað verð á raforkunni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Dómsmál Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira