„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 22:01 Janus Daði Smárason liðkaði sig til fyrir æfingu landsliðsins í München í dag, og fór svo á kostum í upphitunarfótbolta áður en dyrunum var lokað fyrir fjölmiðlum. VÍSIR/VILHELM „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira