„Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2024 08:01 Aron, Janus og Björgvin að vonum sáttir með úrslitin í gærkvöldi. vísir/vilhelm Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. „Mér fannst við byrja þennan leik nokkuð vel. Vörnin var lengi framan af bara góð, við vorum með markvörslu. Línumannstaðan, sem menn hafa haft áhyggjur af, var í lagi og Elliði var með góðar rykkingar og Arnar Freyr kemur flottur inn. Og við vorum að koma boltanum vel niður í hornin og ég held að Óðinn hafi fengið boltann í horninu fjórum sinnum á fyrstu fimm mínútunum, en skoraði bara eitt mark. Boltinn var að ganga vel en við náðum bara ekki að skora,“ segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Hann ræddi eins marks sigur Íslands gegn Svartfellingum í öðrum leik landsliðsins á EM í Þýskalandi. Liðið er með þrjú stig í riðlinum eftir jafntefli við Serba í fyrsta leik og sigur í gær. Þjálfararnir Bjarni Fritzson og Einar Jónsson mættu einnig í hlaðvarpið og ræddi sigurinn í gær. Gísli ekki klár „Það sem mér finnst vera að er að mér finnst sóknarleikur liðsins ekki vera góður, og of staður. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Gísli Þorgeir er ekki búinn að ná fyrri styrk. Og menn eru að sjá það og bíða flatari á hann, því hann er ekki að skjóta fyrir utan sex metrana. Þetta verður mun erfiðara á móti betri andstæðingum,“ segir Rúnar. „Við nýtum okkur þeirra klaufaskap og það var svo sem vel gert að vinna leikinn. En við hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki,“ segir Einar Jónsson en Ungverjar unnu Serba í riðlinum í kvöld. Staðan er því þannig að í leiknum gegn Ungverjum á þriðjudaginn förum við með fullt hús stiga í milliriðilinn og vinnum riðilinn. Tap, þá gætum við verið á leiðinni heim. Hér að neðan má hlusta á Besta sætið í heild sinni. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
„Mér fannst við byrja þennan leik nokkuð vel. Vörnin var lengi framan af bara góð, við vorum með markvörslu. Línumannstaðan, sem menn hafa haft áhyggjur af, var í lagi og Elliði var með góðar rykkingar og Arnar Freyr kemur flottur inn. Og við vorum að koma boltanum vel niður í hornin og ég held að Óðinn hafi fengið boltann í horninu fjórum sinnum á fyrstu fimm mínútunum, en skoraði bara eitt mark. Boltinn var að ganga vel en við náðum bara ekki að skora,“ segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Hann ræddi eins marks sigur Íslands gegn Svartfellingum í öðrum leik landsliðsins á EM í Þýskalandi. Liðið er með þrjú stig í riðlinum eftir jafntefli við Serba í fyrsta leik og sigur í gær. Þjálfararnir Bjarni Fritzson og Einar Jónsson mættu einnig í hlaðvarpið og ræddi sigurinn í gær. Gísli ekki klár „Það sem mér finnst vera að er að mér finnst sóknarleikur liðsins ekki vera góður, og of staður. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Gísli Þorgeir er ekki búinn að ná fyrri styrk. Og menn eru að sjá það og bíða flatari á hann, því hann er ekki að skjóta fyrir utan sex metrana. Þetta verður mun erfiðara á móti betri andstæðingum,“ segir Rúnar. „Við nýtum okkur þeirra klaufaskap og það var svo sem vel gert að vinna leikinn. En við hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki,“ segir Einar Jónsson en Ungverjar unnu Serba í riðlinum í kvöld. Staðan er því þannig að í leiknum gegn Ungverjum á þriðjudaginn förum við með fullt hús stiga í milliriðilinn og vinnum riðilinn. Tap, þá gætum við verið á leiðinni heim. Hér að neðan má hlusta á Besta sætið í heild sinni.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira