Jafntefli gegn Serbum í fyrsta leik gæti vitað á gott Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru núverandi landsliðsþjálfarar íslenska landsliðsins en þeir voru báðir í liðinu sem vann brons árið 2010 og gerði jafntefli við Serba í fyrsta leik mótsins. Vísir/Vilhelm Ísland og Serbía gerðu jafntefli í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í handknattleik í gær. Síðast þegar það gerðist náði Ísland sínum besta árangri á EM í sögunni. Leikur Íslands og Serbíu í Munchen í gær var vægast sagt spennandi. Ísland var þremur mörkum undir þegar innan við tvær mínútur voru eftir en náðu samt sem áður að tryggja sér 27-27 jafntefli og gríðarlega mikilvægt stig í riðlinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland leikur gegn Serbum í fyrsta leik á Evrópumóti. Árið 2010 þegar mótið fór fram í Austurríki mættust liðin í Linz og þar varð einnig jafntefli. Lokatölur þá 29-29. Í næsta leik á eftir gerði Ísland einnig jafntefli. Þá mætti Ísland heimaliði austurríkismanna og missti niður öruggt forskot í lokin, ekki ólíkt því sem gerðist í gær hjá Serbum. Eftir þetta komst Ísland hins vegar á beinu brautina. Liðið vann frábæran 27-22 sigur á Dönum í leik þrjú og eftir jafntefli gegn Króötum og sigra á Rússum og Norðmönnum í milliriðlinum var Ísland komið í undanúrslit mótsins. Við máttum alls ekki missa Serba tveimur stigum fram úr okkur út af Ólympíuumspilinu. Að ná þessu jafntefli í lokin er því algjörlega frábær úrslit upp á framhaldið. Gleymum því svo ekki að við gerðum jafntefli í fyrsta leik á EM 2010 þegar við unnum bronsið. Jú, á móti Serbum!— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 12, 2024 Þrátt fyrir átta marka tap gegn Frökkum í undanúrslitaleiknum náði liðið vopnum sínum fyrir bronsleikinn gegn Pólverjum og vann sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Fyrir utan sigurinn er bronsleiksins einna helst minnst fyrir ótrúlegan varnarleik Alexander Petersson sem stal boltanum af leikmanni pólska liðsins í miðju hraðaupphlaupi. Tveir núverandi leikmenn íslenska liðsins voru í liðinu sem vann bronsið í Austurríki. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var þá á sínu fyrsta stórmóti og var meðal annars markahæstur í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson í marki íslenska liðsins líkt og nú. Þar að auki voru núverandi þjálfarar Íslands í leikmannahópi liðsins árið 2010. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari varð þá í fjórða sæti yfir markahæstu menn mótsins með 39 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari kom ekki langt þar á eftir með 36 mörk. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Svartfellingum og lokaleikur riðilsins gegn Ungverjum á þriðjudag. Vonandi veit jafntefli gegn Serbíu í fyrsta leik á Evrópumóti á gott, líkt og gerðist árið 2010. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Leikur Íslands og Serbíu í Munchen í gær var vægast sagt spennandi. Ísland var þremur mörkum undir þegar innan við tvær mínútur voru eftir en náðu samt sem áður að tryggja sér 27-27 jafntefli og gríðarlega mikilvægt stig í riðlinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland leikur gegn Serbum í fyrsta leik á Evrópumóti. Árið 2010 þegar mótið fór fram í Austurríki mættust liðin í Linz og þar varð einnig jafntefli. Lokatölur þá 29-29. Í næsta leik á eftir gerði Ísland einnig jafntefli. Þá mætti Ísland heimaliði austurríkismanna og missti niður öruggt forskot í lokin, ekki ólíkt því sem gerðist í gær hjá Serbum. Eftir þetta komst Ísland hins vegar á beinu brautina. Liðið vann frábæran 27-22 sigur á Dönum í leik þrjú og eftir jafntefli gegn Króötum og sigra á Rússum og Norðmönnum í milliriðlinum var Ísland komið í undanúrslit mótsins. Við máttum alls ekki missa Serba tveimur stigum fram úr okkur út af Ólympíuumspilinu. Að ná þessu jafntefli í lokin er því algjörlega frábær úrslit upp á framhaldið. Gleymum því svo ekki að við gerðum jafntefli í fyrsta leik á EM 2010 þegar við unnum bronsið. Jú, á móti Serbum!— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 12, 2024 Þrátt fyrir átta marka tap gegn Frökkum í undanúrslitaleiknum náði liðið vopnum sínum fyrir bronsleikinn gegn Pólverjum og vann sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Fyrir utan sigurinn er bronsleiksins einna helst minnst fyrir ótrúlegan varnarleik Alexander Petersson sem stal boltanum af leikmanni pólska liðsins í miðju hraðaupphlaupi. Tveir núverandi leikmenn íslenska liðsins voru í liðinu sem vann bronsið í Austurríki. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var þá á sínu fyrsta stórmóti og var meðal annars markahæstur í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson í marki íslenska liðsins líkt og nú. Þar að auki voru núverandi þjálfarar Íslands í leikmannahópi liðsins árið 2010. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari varð þá í fjórða sæti yfir markahæstu menn mótsins með 39 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari kom ekki langt þar á eftir með 36 mörk. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Svartfellingum og lokaleikur riðilsins gegn Ungverjum á þriðjudag. Vonandi veit jafntefli gegn Serbíu í fyrsta leik á Evrópumóti á gott, líkt og gerðist árið 2010.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira