Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 12. janúar 2024 20:18 Vilhjálmur Birgisson segist vera óhress með aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira