„Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 22:08 Frá vettvangi í Grindavík í kvöld. Vísir/Sigurjón Björgunarsveitir hafa hafið leit á ný að manni sem féll niður í sprungu í Grindavík í dag. Leitin fer þannig fram að tveir og tveir leita í einu, með því að síga ofan í sprunguna í körfu. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samtali við fréttastofu. „Það er búið að tryggja vettvang á þann hátt að það er alveg óhætt að senda fólk aftur niður,“ segir Jón Þór sem útskýrir að öryggi leitarfólksins sé í fyrirrúmi. „Aðstæður á svæðinu eru mjög erfiðar,“ bætir hann við. „Það er aðallega vegna þess hvernig sprungan er. Þetta er bara mjög krefjandi verkefni. Það er í stöðugu mati, öryggi fólks á svæðinu.“ Mannskapur hefur verið boðaður út bæði fyrir nóttina og morguninn, ef þörf verður á því. „Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist.“ Að sögn Jóns er sprungan þess eðlis að hún opni í stærra rými sem er ekki sýnilegt að ofan. Hann segist hafa upplýsingar um það hvert rúmmál sprungunnar, og þar með leitarsvæðisins, sé talið vera. Mannskapur hefur bæði verið boðaður fyrir nóttina og fyrir morgundaginn.Vísir/Sigurjón Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hefði fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig, en enginn sjónarvottur var að slysinu. Maðurinn hafði verið að vinna að því að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Greint var frá því um eittleytið í dag að verkfæri mannsins hefðu fundist við leitina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst svokölluð jarðvegsþjappa. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06 Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. 10. janúar 2024 13:09 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Það er búið að tryggja vettvang á þann hátt að það er alveg óhætt að senda fólk aftur niður,“ segir Jón Þór sem útskýrir að öryggi leitarfólksins sé í fyrirrúmi. „Aðstæður á svæðinu eru mjög erfiðar,“ bætir hann við. „Það er aðallega vegna þess hvernig sprungan er. Þetta er bara mjög krefjandi verkefni. Það er í stöðugu mati, öryggi fólks á svæðinu.“ Mannskapur hefur verið boðaður út bæði fyrir nóttina og morguninn, ef þörf verður á því. „Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist.“ Að sögn Jóns er sprungan þess eðlis að hún opni í stærra rými sem er ekki sýnilegt að ofan. Hann segist hafa upplýsingar um það hvert rúmmál sprungunnar, og þar með leitarsvæðisins, sé talið vera. Mannskapur hefur bæði verið boðaður fyrir nóttina og fyrir morgundaginn.Vísir/Sigurjón Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hefði fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig, en enginn sjónarvottur var að slysinu. Maðurinn hafði verið að vinna að því að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Greint var frá því um eittleytið í dag að verkfæri mannsins hefðu fundist við leitina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst svokölluð jarðvegsþjappa.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06 Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. 10. janúar 2024 13:09 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06
Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01
Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13
Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. 10. janúar 2024 13:09