Einn hundrað áhrifamestu manna heims óttast laxeldi á Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 08:00 Hinn 85 ára gamli Yvon Chouinard segist hafa heimsótt Ísland fyrst árið 1960 og síðan hafi hann eytt mörgum dögum við íslenskar laxveiðiár. Getty Rúmlega 160 umsagnir hafa borist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Ein þessara umsagna barst í fyrradag og kemur frá hinum 85 ára gamla Yvon Chouinard, stofnanda útivistarmerkisins Patagonia. Í fyrra var hann settur á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims. Deilir reynslu sinni af Íslandi „Ég er stangveiðimaður og hef varið mörgum góðum dögum við íslenskar ár, að veiða lax. Á þeim tíma hef ég eignast marga íslenska vini sem deila ástíðu minni á náttúrunni og þörfinni fyrir að vernda hana,“ segir í umsögn Chouinard þar sem hann deilir í stuttu máli reynslu sinni af Íslandi. „Þið þurfið ekki á mér að halda til að segja ykkur að Ísland er sérstakur staður. Á mínum 85 æviárum hef ég komið á marga framandi staði sem veiðimaður, og sem stofnandi Patagonia-vörumerkisins – og enginn þeirra jafnast á við landið ykkar.“ Þrátt fyrir þetta segist Chouinard nú áhyggjufullur vegna laxeldis á Íslandi. „En nú er ég áhyggjufullur um að ekki verði aftur snúið. Frá fyrstu ferð minni til Íslands árið 1960 höfum við sé villta laxastofninn hrynja. Og nú, ef við leyfum laxeldisiðnaðinum að halda ótrautt áfram, mun stofninn einungis verða hluti af sögubókunum, og þessi óaðfinnanlega náttúra spillast. Það hefur nú þegar gerst í Bretlandi og Noregi.“ Chouinard heldur því fram að hagkerfið snúist umhverfis náttúruna, ekki öfugt, og vill þar af leiðandi meina að eyðilegging náttúrunnar hafi í för með sér eyðingu hagkerfisins. Hann hvetur Íslendinga til að sýna frumkvæði í málinu senda þar með skilaboð til Evrópu. Yvon Chouinard stillir sér upp við hlið Toyotu árið 1993.Getty Frumvarpið eigi að koma í veg fyrir neikvæð áhrif Frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið í vinnslu í ráðuneyti hennar frá árinu 2022, en þar eru lögð til ný lög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Á vef stjórnarráðsins eru markmið frumvarpsins útlistuð. Það snúist um að „skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.“ Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41 Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Í fyrra var hann settur á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims. Deilir reynslu sinni af Íslandi „Ég er stangveiðimaður og hef varið mörgum góðum dögum við íslenskar ár, að veiða lax. Á þeim tíma hef ég eignast marga íslenska vini sem deila ástíðu minni á náttúrunni og þörfinni fyrir að vernda hana,“ segir í umsögn Chouinard þar sem hann deilir í stuttu máli reynslu sinni af Íslandi. „Þið þurfið ekki á mér að halda til að segja ykkur að Ísland er sérstakur staður. Á mínum 85 æviárum hef ég komið á marga framandi staði sem veiðimaður, og sem stofnandi Patagonia-vörumerkisins – og enginn þeirra jafnast á við landið ykkar.“ Þrátt fyrir þetta segist Chouinard nú áhyggjufullur vegna laxeldis á Íslandi. „En nú er ég áhyggjufullur um að ekki verði aftur snúið. Frá fyrstu ferð minni til Íslands árið 1960 höfum við sé villta laxastofninn hrynja. Og nú, ef við leyfum laxeldisiðnaðinum að halda ótrautt áfram, mun stofninn einungis verða hluti af sögubókunum, og þessi óaðfinnanlega náttúra spillast. Það hefur nú þegar gerst í Bretlandi og Noregi.“ Chouinard heldur því fram að hagkerfið snúist umhverfis náttúruna, ekki öfugt, og vill þar af leiðandi meina að eyðilegging náttúrunnar hafi í för með sér eyðingu hagkerfisins. Hann hvetur Íslendinga til að sýna frumkvæði í málinu senda þar með skilaboð til Evrópu. Yvon Chouinard stillir sér upp við hlið Toyotu árið 1993.Getty Frumvarpið eigi að koma í veg fyrir neikvæð áhrif Frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið í vinnslu í ráðuneyti hennar frá árinu 2022, en þar eru lögð til ný lög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Á vef stjórnarráðsins eru markmið frumvarpsins útlistuð. Það snúist um að „skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.“
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41 Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41
Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01