Lagt upp með fjögurra ára samning Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. janúar 2024 12:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eru bjartsýnir en bíða eftir útspili stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa til skoðunar fjögurra ára kjarasamning. Launatölur hafa verið lagðar á borðið en formaður VR segir launaliðinn algjört aukaatriði þegar kemur að mögulegum ávinningi verkafólks. Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið inn í viðræðurnar. Blásið var til fundar í Karphúsinu hjá Ríkissáttasemjara í morgun í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífisns við hina svokölluðu breiðfylkingu stéttarfélaga sem rúmlega nítíu prósent aðildarfélaga ASÍ hafa aðkomu að. Fundinum lauk um ellefuleytið og var nokkuð létt yfir fólki. Höfðu formenn verkalýðsfélaga að orði að þeir hefðu ekki orðið varir við annan eins samtakamátt í seinni tíð. Ekki mörg ljón í veginum „Ég er bjartsýnn varðandi okkur og Samtök atvinnulífsins. Ég held það séu ekki rosalega mörg ljón í veginum. Ég hef ögn meiri áhyggjur af aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir launaliðinn meðal þess sem væri til umræðu á fundum aðila. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm „Þess vegna erum við hér,“ segir Sigríður Margrét. „Ég hef trú á því að okkur takist þetta verkefni því ég finn hvað það er mikil samstaða milli þessarar breiðfylkingar stéttarfélaga.“ Sérfræðingar rýna í gögnin Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sérfræðingahópar samningsaðila muni vinna í allan dag við að bera saman gögn og fara yfir forsendur mögulegra samninga. „Ég myndi segja að tónninn hafi verið mjög jákvæður og uppbyggilegur. Það hefur ekkert breyst til hins verra,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Vilhelm „Við lögðum upp með þriggja ára samning en SA fimm ára. Við ætlum að fara sameiginlega með það að markmiði að skoða fjögurra ára samning sem er ágætis millilending til að byrja með og svo sjá hvernig fram vindur.“ Einhverjar tölur séu komnar á borðið. „En það eru svo margar forsendur sem þurfa að ganga upp. Bæði varðandi verðbólgumarkmið og hversu hratt vaxtalækkunarferlið á að vera. Aðkoma stjórnvalda og fleira. Þetta helst allt saman í hendur. Ef einn liður breytist þá breytast allir hinir. Markmið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriði þegar kemur að þeim ávinningi sem okkar fólk getur fengið út úr svona samningi.“ Hvað gerir ríkisstjórnin? Nú þurfi að heyrast frá stjórnvöldum. Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum á dögunum. „Við erum komin á þann tímapunkt að nú þurfa stjórnvöld að ákveða sig hvort þau ætli að koma að þessum samningum eins og við höfum lagt upp með. Það er það góður tónn í viðræðunum og samningsaðilar vita nákvæmlega hvað hvor annar er að hugsa þannig að stjórnvöld þurfa að gefa til kynna hvort þau ætli að vera hluti af þessu eða ekki. Ef þau ætla ekki að taka þátt þá er ljóst að þessar hugmyndir okkar og Samtaka atvinnulífsins eru algjörlega tilgangslausar og í raun fallnar um sjálft sig.“ Ragnar Þór ætlar að leyfa sér að vera bjartsýnn þar til annað kemur í ljós. „Ef stjórnvöld koma jafnuppbyggilega og jákvæð að þessu samtali, sömuleiðis sveitarfélög og fleiri aðilar, þá ætti þetta að ganga hratt og vel fyrir sig. Það eru ofboðslega mörg og flókin atriði sem snúa til dæmis að húsnæðismálunum.“ Næsti sameiginlega fundur samningsaðila hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Blásið var til fundar í Karphúsinu hjá Ríkissáttasemjara í morgun í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífisns við hina svokölluðu breiðfylkingu stéttarfélaga sem rúmlega nítíu prósent aðildarfélaga ASÍ hafa aðkomu að. Fundinum lauk um ellefuleytið og var nokkuð létt yfir fólki. Höfðu formenn verkalýðsfélaga að orði að þeir hefðu ekki orðið varir við annan eins samtakamátt í seinni tíð. Ekki mörg ljón í veginum „Ég er bjartsýnn varðandi okkur og Samtök atvinnulífsins. Ég held það séu ekki rosalega mörg ljón í veginum. Ég hef ögn meiri áhyggjur af aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir launaliðinn meðal þess sem væri til umræðu á fundum aðila. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm „Þess vegna erum við hér,“ segir Sigríður Margrét. „Ég hef trú á því að okkur takist þetta verkefni því ég finn hvað það er mikil samstaða milli þessarar breiðfylkingar stéttarfélaga.“ Sérfræðingar rýna í gögnin Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sérfræðingahópar samningsaðila muni vinna í allan dag við að bera saman gögn og fara yfir forsendur mögulegra samninga. „Ég myndi segja að tónninn hafi verið mjög jákvæður og uppbyggilegur. Það hefur ekkert breyst til hins verra,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Vilhelm „Við lögðum upp með þriggja ára samning en SA fimm ára. Við ætlum að fara sameiginlega með það að markmiði að skoða fjögurra ára samning sem er ágætis millilending til að byrja með og svo sjá hvernig fram vindur.“ Einhverjar tölur séu komnar á borðið. „En það eru svo margar forsendur sem þurfa að ganga upp. Bæði varðandi verðbólgumarkmið og hversu hratt vaxtalækkunarferlið á að vera. Aðkoma stjórnvalda og fleira. Þetta helst allt saman í hendur. Ef einn liður breytist þá breytast allir hinir. Markmið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriði þegar kemur að þeim ávinningi sem okkar fólk getur fengið út úr svona samningi.“ Hvað gerir ríkisstjórnin? Nú þurfi að heyrast frá stjórnvöldum. Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum á dögunum. „Við erum komin á þann tímapunkt að nú þurfa stjórnvöld að ákveða sig hvort þau ætli að koma að þessum samningum eins og við höfum lagt upp með. Það er það góður tónn í viðræðunum og samningsaðilar vita nákvæmlega hvað hvor annar er að hugsa þannig að stjórnvöld þurfa að gefa til kynna hvort þau ætli að vera hluti af þessu eða ekki. Ef þau ætla ekki að taka þátt þá er ljóst að þessar hugmyndir okkar og Samtaka atvinnulífsins eru algjörlega tilgangslausar og í raun fallnar um sjálft sig.“ Ragnar Þór ætlar að leyfa sér að vera bjartsýnn þar til annað kemur í ljós. „Ef stjórnvöld koma jafnuppbyggilega og jákvæð að þessu samtali, sömuleiðis sveitarfélög og fleiri aðilar, þá ætti þetta að ganga hratt og vel fyrir sig. Það eru ofboðslega mörg og flókin atriði sem snúa til dæmis að húsnæðismálunum.“ Næsti sameiginlega fundur samningsaðila hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira