Varamarkvörður Arbroath skoraði sannkallað draumamark Siggeir Ævarsson skrifar 30. desember 2023 23:00 Adams lætur vaða á markið Twitter@AboutScotlandd Sá fáheyrði atburður atburður átti sér stað í skosku B-deildinni í kvöld að varamarkvörður skoraði mark og það var vægast sagt af dýrari gerðinni. Sökum meiðslavandræða var lið Arbroath aðeins með 15 menn á skýrslu í kvöld en liðið er í bullandi fallbaráttu í deildinni og þurfti nauðsynlega á stigum að halda. Staðan í hálfleik var 1-0 heimamönnum í Raith Rovers í vil og til þess að hrista aðeins upp í hlutunum gerði Arbroath þrefalda skiptingu í hálfleik og þar með voru allir útileikmenn á bekknum komnir inn á. Á 58. mínútu meiddist svo Aaron Steele og þá voru góð ráð dýr, enda aðeins markvörðurinn Ali Adams á bekknum. Hann kom inn á í stöðu framherja og á 76. mínútu skoraði hann þetta ótrúlega mark sem myndi gera flesta framherja græna af öfund. Arbroath had an injury and had to bring on sub goalkeeper Ali Adams outfield.Minutes later, he does this pic.twitter.com/4G56rz3U10— Henry Moeran (@henrymoeranBBC) December 30, 2023 Adams, sem er 32 ára hefur ekki náð að festa sig í sessi sem markvörður og hefur flakkað á milli ýmissa liða í neðri deildum Skotlands. Það skyldi þó aldrei vera að hann hafi einfaldlega valið að einbeita sér að rangri stöðu á vellinum en árið 2020 skoraði hann mark úr aukaspyrnu af eigin vallarhelmingi. Today's goal wasn't Ali Adams' first ever goal, he scored this 55-yard free kick for Tranent against Inverkeithing Swifts in the East of Scotland League back in 2020.(via: The Swifts YT) pic.twitter.com/7gsZahCXlC— SPFL Mediawatch (@SPFLWatch) December 30, 2023 Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Sökum meiðslavandræða var lið Arbroath aðeins með 15 menn á skýrslu í kvöld en liðið er í bullandi fallbaráttu í deildinni og þurfti nauðsynlega á stigum að halda. Staðan í hálfleik var 1-0 heimamönnum í Raith Rovers í vil og til þess að hrista aðeins upp í hlutunum gerði Arbroath þrefalda skiptingu í hálfleik og þar með voru allir útileikmenn á bekknum komnir inn á. Á 58. mínútu meiddist svo Aaron Steele og þá voru góð ráð dýr, enda aðeins markvörðurinn Ali Adams á bekknum. Hann kom inn á í stöðu framherja og á 76. mínútu skoraði hann þetta ótrúlega mark sem myndi gera flesta framherja græna af öfund. Arbroath had an injury and had to bring on sub goalkeeper Ali Adams outfield.Minutes later, he does this pic.twitter.com/4G56rz3U10— Henry Moeran (@henrymoeranBBC) December 30, 2023 Adams, sem er 32 ára hefur ekki náð að festa sig í sessi sem markvörður og hefur flakkað á milli ýmissa liða í neðri deildum Skotlands. Það skyldi þó aldrei vera að hann hafi einfaldlega valið að einbeita sér að rangri stöðu á vellinum en árið 2020 skoraði hann mark úr aukaspyrnu af eigin vallarhelmingi. Today's goal wasn't Ali Adams' first ever goal, he scored this 55-yard free kick for Tranent against Inverkeithing Swifts in the East of Scotland League back in 2020.(via: The Swifts YT) pic.twitter.com/7gsZahCXlC— SPFL Mediawatch (@SPFLWatch) December 30, 2023
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira