Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2023 16:35 Kvöldstund með Heiðari snyrti hefur fengið nýjan titil og heitir nú Lúna. Tyrfingur segir að það eina sem breytt hafi verið sé titillinn. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur. Leikhús Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur.
Leikhús Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira