„Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 13:00 Dagbjört Dögg Karlsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum Söru Líf Boama, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Margréti Ósk Einarsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Ein úr Íslandsmeistaraliði Valsmanna faldi ástæðuna fyrir því að hún missti af mikilvægum leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í öðrum þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna í körfubolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Valskonur komu mörgum á óvart með því að vinna 3-1 sigur á Keflavík í úrslitaeinvíginu en Keflavíkurliðið varð deildarmeistari og var með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu. Valskonur slógu hins vegar bikarmeistara Hauka út í undanúrslitunum og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn. Ekki varð verkefnið á móti deildarmeisturum Keflavíkur auðveldara þegar bakvörðurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir meiddist fyrir fyrsta leikinn í lokaúrslitunum. Það er saga að segja frá því hvernig þau meiðsli komu til. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er ástæða fyrir því að ég var ekki með í fyrsta leiknum í seríunni á móti Keflavík. Ég snéri mig á ökkla en ekki í leiknum heldur eftir leik í fagnaðarlátunum,“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir. Undir viðtalinu var sýnt frá því þegar Valskonur voru að fagna sigri á Haukum og þar má sjá bakvörðinn knáa snúa sig á ökkla. „Ég get sagt frá því núna fyrsta að við tókum þessa seríu. Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu. Ég fer þarna að stúkunni og byrja eitthvað að hoppa. Ég misstíg mig. Þetta var ekkert léttur snúningur heldur var þetta góður snúningur. Ég læt eins og ekkert hafi í skorist og fer bara að hlæja og eitthvað,“ sagði Dagbjört. „Svo næ ég ekki að stíga í löppina daginn eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt honum strax (Ólafi þjálfara) að ég hafi snúið mig í fagnaðarlátunum. Við vorum með þannig mannskap að það gat einhver önnur komið inn og stigið upp sem og þær gerðu allar,“ sagði Dagbjört. „Fyrir þann leik þá leist mér ekkert á það að missa svona stóra pósta út á móti svona sterku Keflavíkurliði sem er með marga góða leikmenn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valsliðsins. „Við vorum með aðeins eldri leikmenn heldur en Keflavík og við vorum alveg til í aukadag þarna,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir. Ein af þeim sem steig fram á sviðið var Embla Kristínardóttir sem átti frábæra úrslitakeppni. „Að vera í jöfnum leik á móti Keflavík er alltaf sigur. Keflavík er aldrei gott undir pressu í jöfnum leik. Yfirleitt ekki. Ég vissi það ef við héldum muninum undir tíu stigum þá værum við alltaf með sigur í höndunum,“ sagði Embla Kristínardóttir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem er á dagskránni á Stöð 2 Sport klukkan 20.00. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Subway deild kvenna Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í öðrum þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna í körfubolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Valskonur komu mörgum á óvart með því að vinna 3-1 sigur á Keflavík í úrslitaeinvíginu en Keflavíkurliðið varð deildarmeistari og var með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu. Valskonur slógu hins vegar bikarmeistara Hauka út í undanúrslitunum og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn. Ekki varð verkefnið á móti deildarmeisturum Keflavíkur auðveldara þegar bakvörðurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir meiddist fyrir fyrsta leikinn í lokaúrslitunum. Það er saga að segja frá því hvernig þau meiðsli komu til. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en það er ástæða fyrir því að ég var ekki með í fyrsta leiknum í seríunni á móti Keflavík. Ég snéri mig á ökkla en ekki í leiknum heldur eftir leik í fagnaðarlátunum,“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir. Undir viðtalinu var sýnt frá því þegar Valskonur voru að fagna sigri á Haukum og þar má sjá bakvörðinn knáa snúa sig á ökkla. „Ég get sagt frá því núna fyrsta að við tókum þessa seríu. Ég veit ekki hvort ég hefði annars sagt frá þessu. Ég fer þarna að stúkunni og byrja eitthvað að hoppa. Ég misstíg mig. Þetta var ekkert léttur snúningur heldur var þetta góður snúningur. Ég læt eins og ekkert hafi í skorist og fer bara að hlæja og eitthvað,“ sagði Dagbjört. „Svo næ ég ekki að stíga í löppina daginn eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt honum strax (Ólafi þjálfara) að ég hafi snúið mig í fagnaðarlátunum. Við vorum með þannig mannskap að það gat einhver önnur komið inn og stigið upp sem og þær gerðu allar,“ sagði Dagbjört. „Fyrir þann leik þá leist mér ekkert á það að missa svona stóra pósta út á móti svona sterku Keflavíkurliði sem er með marga góða leikmenn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valsliðsins. „Við vorum með aðeins eldri leikmenn heldur en Keflavík og við vorum alveg til í aukadag þarna,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir. Ein af þeim sem steig fram á sviðið var Embla Kristínardóttir sem átti frábæra úrslitakeppni. „Að vera í jöfnum leik á móti Keflavík er alltaf sigur. Keflavík er aldrei gott undir pressu í jöfnum leik. Yfirleitt ekki. Ég vissi það ef við héldum muninum undir tíu stigum þá værum við alltaf með sigur í höndunum,“ sagði Embla Kristínardóttir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem er á dagskránni á Stöð 2 Sport klukkan 20.00. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Subway deild kvenna
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira