Þrengir að Manchester United í janúarglugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 14:01 Bruno Fernandes er í flokki fárra góðra kaupa Manchester United á síðustu misserum. Getty/Clive Brunskill Manchester United hefur ekki mikla möguleika að fjárfesta í nýjum leikmönnum í janúar og ástæður þess eru fjármagnsreglur ensku úrvalsdeildarinnar. United varar stuðningsmenn sína við því að búast ekki við stórkaupum þótt mörgum þeirra finnist þörf vera á slíku. United hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarin ár en flest þeirra kaupa hafa ekki gengið upp. Það breytir ekki því að peningaeyðslan þrengir nú að félaginu. Everton missti tíu stig í nóvember vegna brota á fjármagnsreglum og United fékk 257 þúsund punda sekt í júlí fyrir minniháttar brot á rekstrarreglum UEFA. Collette Roche, yfirrekstrarstjóri Manchester United, sagði á umræðusíðu stuðningsmanna United að félagið þyrfti að sýna mikinn aga þegar kemur að því að eyða peningum í nýja leikmenn í framtíðinni. Hún var ekkert að fela stöðuna fyrir stuðningsmönnum. „Við búumst ekki við því að gera mikið á markaðnum í janúar. Það er alltaf möguleiki á einhverjum breytingum á leikmannahópnum og ekki síst þegar kemur að því að finna tækifæri fyrir leikmenn sem eru ekki að spila eins mikið og þeir vilja,“ sagði Collette Roche en ESPN segir frá. „Við höfum alltaf talað um að við horfum ekki mikið á janúarmánuð sem ákjósanlegan tíma til að kaupa inn leikmenn og við einbeitum okkur frekar að sumarglugganum,“ sagði Roche. United hefur þegar samþykkt að lána hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til þýska félagsins Eintracht Frankfurt og það er líka líklegt að Jadon Sancho fari frá United. #mufc Chief Operating Officer Collette Roche:"We have been consistent in saying we do not see January as the optimal time to do business." via @sistoney67 pic.twitter.com/T3YSjPlBYR— United & Everything Football (@ManUnitedBall) December 19, 2023 Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
United varar stuðningsmenn sína við því að búast ekki við stórkaupum þótt mörgum þeirra finnist þörf vera á slíku. United hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarin ár en flest þeirra kaupa hafa ekki gengið upp. Það breytir ekki því að peningaeyðslan þrengir nú að félaginu. Everton missti tíu stig í nóvember vegna brota á fjármagnsreglum og United fékk 257 þúsund punda sekt í júlí fyrir minniháttar brot á rekstrarreglum UEFA. Collette Roche, yfirrekstrarstjóri Manchester United, sagði á umræðusíðu stuðningsmanna United að félagið þyrfti að sýna mikinn aga þegar kemur að því að eyða peningum í nýja leikmenn í framtíðinni. Hún var ekkert að fela stöðuna fyrir stuðningsmönnum. „Við búumst ekki við því að gera mikið á markaðnum í janúar. Það er alltaf möguleiki á einhverjum breytingum á leikmannahópnum og ekki síst þegar kemur að því að finna tækifæri fyrir leikmenn sem eru ekki að spila eins mikið og þeir vilja,“ sagði Collette Roche en ESPN segir frá. „Við höfum alltaf talað um að við horfum ekki mikið á janúarmánuð sem ákjósanlegan tíma til að kaupa inn leikmenn og við einbeitum okkur frekar að sumarglugganum,“ sagði Roche. United hefur þegar samþykkt að lána hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til þýska félagsins Eintracht Frankfurt og það er líka líklegt að Jadon Sancho fari frá United. #mufc Chief Operating Officer Collette Roche:"We have been consistent in saying we do not see January as the optimal time to do business." via @sistoney67 pic.twitter.com/T3YSjPlBYR— United & Everything Football (@ManUnitedBall) December 19, 2023
Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira