Lífið leikur við hjólandi landsliðsmenn í Lyngby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. desember 2023 09:01 „Íslenska mafían“ eins og þeir félagar eru titlaðir af ljósmyndara Lyngby. Lyngby/Rasmus Falck Íslensku landsliðsmennirnir sem spila með Lyngby í Danmörku fá sekt ef þeir tala íslensku í klefanum og fara allt á reiðhjóli, allavega þeir sem blaðamaður ræddi við nýverið. Sem stendur eru fjórir íslenskir leikmenn á mála hjá Lyngby, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon. Þá er Freyr Alexandersson þjálfari liðsins. Liðið situr um þessar mundir í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og er í töluvert betri stöðu en það var fyrir ári síðan þegar það sat á botni deildarinnar um jólin. Íslendingarnir spila þar stóra rullu. Blaðamaður settist niður með þremur af íslensku leikmönnunum en Gylfi Þór var farinn til Íslands þegar blaðamann bar að garði. Þá var einnig rædd við Frey en það viðtal birtist hér á Vísi á morgun, Aðfangadag. Mætti með látum Andri Lucas hefur skorað alls 8 mörk og gefið eina stoðsendingu í deild og bikar.Vísir/Getty Images „Kannski bara að þessir tveir eru aðeins yngri en Ari Freyr (Skúlason) og Arnór Ingvi (Traustason),“ sagði Andri Lucas og hló aðspurður hver helsti munurinn væri á Íslendingliðum Norrköping og Lyngby. Þó það sé heldur spes að hafa eingöngu spilað í „Íslendingaliðum“ sem atvinnumaður þá telur Andri Lucas það einkar jákvætt og hafi hjálpað honum frekar en eitthvað annað. „Kannski pínu, ég var samt alveg fljótur að læra sænsku en maður er búinn að vera aðeins lengur með dönskuna. Annars er bara geggjað að hafa þá sem og Gylfa,“ sagði Andri Lucas aðspurður hvernig það væri að læra tungumál þegar liðið væri fullt af Íslendingum og ef til vill freistandi að tala á móðurmálinu. Íslenska „bönnuð“ af samherjum Vi skal snakke dansk på omklædning.@LyngbyBoldklub „Það er meira gömlu leikmennirnir í klefanum sem eru ekki ánægðir með að það sé töluð íslenska. Eru búnir að setja upp íslensku sekt, finnst ég alltaf vera sektaður en ekki þeir. Er búinn að vera hérna svo lengi, á að taka ábyrgð,“ sagði hinn 23 ára gamli Sævar Atli á meðan Andri Lucas og Kolbeinn Birgir glottu báðir við tönn. „Við gefum mikið af okkur, það myndast smá hópar í klefanum eins og gerist alltaf en við pössum okkur og gefum af okkur,“ sagði Sævar Atli. Sáttir með að komast í jólafrí Þrátt fyrir að elska það að spila fótbolta þá voru allir þrír nokkuð sáttir með að komast í jólafrí. Það var orðið heldur kalt í Kaupmannahöfn sem og vellirnir svo gott sem frosnir. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, fá lengra jólafrí. Fáum alveg þrjár vikur í sumarfrí líka,“ sagði Kolbeinn Birgir. Gaman saman.@LyngbyBoldklub „Það þægilega er að þú tekur aldrei níu eða tíu mánuði þar sem þú ert allan tímann að, tekur sex mánuði og svo pásu. Finnst það mjög þægilegt,“ bætti Sævar Atli við. Hann var á mála hjá félaginu fyrir ári síðan þegar það sat á botninum um jólin. „Núna erum við með 20 stig, verðum með 20 stig næstu tvo mánuðina og svo byrjum við bara aftur. Vorum með sjö stig á sama tímapunkti í fyrra, er því aðeins betra núna. Í fyrra sagði Freysi að menn væru ekkert að fara slaka á, það þyrftu allir að koma til baka í toppformi. Núna erum við í betri stöðu, maður mun þó sinna þessu í fríinu en maður nær vonandi að slappa aðeins meira af nú í stað þess að vera sífellt að hugsa um stöðuna í deildinni.“ Fjölskylduklúbburinn Lyngby „Þetta er mjög ólíkt því sem ég hef verið í og kannski smá líkara Fylki þar sem ég ólst upp. Þetta er fjölskylduklúbbur, á stærra stigi en samt svipað. Geggjuð stemning í þessu félagi og allt um kring,“ sagði hinn 24 ára gamli Kolbeinn Birgir. Mætti segja að þríeykið hafi stillt sér upp eftir stöðum á vellinum. Sævar Atli er hægra megin frá þeim séð, Andri Lucas fyrir miðju og Kolbeinn Birgir úti vinstra megin.Lyngby/Rasmus Falck „Ég var ekki þegar það gekk hvað verst fyrir áramót á síðustu leiktíð. Fyrir mér hefur stemningin aukist dag frá degi síðan ég kom í janúar,“ bætti Kolbeinn við en hann gekk í raðir félagsins í ársbyrjun eftir að hafa verið á mála hjá Groningen, Brentford og Borussia Dortmund. „Það var ekki mikið að ganga upp í Nörrkoping, maður fékk ekki að spila mikið og maður þurfti á einhverju nýju að halda. Þetta var í boði og ég stökk á þetta, það hefur gengið vel hingað til. Eina sem ég vildi gera var að fá að spila, skora og sýna mig,“ sagði Andri Lucas. Sömu einkenni og í íslenska landsliðinu Allir þrír voru sammála um að einkenni Lyngby séu mjög svipuð og í íslenska landsliðinu, menn séu auðmjúkir og leggi hart að sér. Þríeykið var sammála að það væri mestu Frey og þjálfarateyminu að þakka. Því til sönnunar má benda á bílastæði Lyngby, þar er fátt um fína drætti og eru íslensku landsliðsmennirnir ekki einu sinni á bíl. „Við erum allir á hjóli,“ sögðu allir í kór og hlógu þegar blaðamaður spurði Sævar Atla hvort hann væri kominn á bíl en undirritaður vissi að þegar hann kom fyrst til Kaupmannahafnar fór hann allt á hjóli. Sævar Atli, Andri Lucas og Kolbeinn Birgir á hjólunum sínum.Lyngby/Rasmus Falck Þó Andri Lucas og Kolbeinn Birgir hafi verið á mála hjá stærri félögum með betri aðstöðu en Lyngby þá voru þeir sammála um að það skipti í raun engu máli. „Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta bara fótbolti. Skiptir ekki öllu máli en það er vissulega svolítið mikill munur á æfingasvæði Dortmund og hér en þetta er líka sjarmerandi, er nýtt og skemmtilegt að fara aftur í svona umhverfi,“ sagði Kolbeinn Birgir. Að endingu töldu þeir allir að umhverfið ýti enn frekar undir stemninguna í klúbbnum en í viðtalinu við Frey kemur hann inn á hversu vinsælt félagið er orðið meðal Íslendinga og það sé eitthvað sem hann sem og aðrir sem koma að félaginu eru stoltir af. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Sem stendur eru fjórir íslenskir leikmenn á mála hjá Lyngby, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon. Þá er Freyr Alexandersson þjálfari liðsins. Liðið situr um þessar mundir í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og er í töluvert betri stöðu en það var fyrir ári síðan þegar það sat á botni deildarinnar um jólin. Íslendingarnir spila þar stóra rullu. Blaðamaður settist niður með þremur af íslensku leikmönnunum en Gylfi Þór var farinn til Íslands þegar blaðamann bar að garði. Þá var einnig rædd við Frey en það viðtal birtist hér á Vísi á morgun, Aðfangadag. Mætti með látum Andri Lucas hefur skorað alls 8 mörk og gefið eina stoðsendingu í deild og bikar.Vísir/Getty Images „Kannski bara að þessir tveir eru aðeins yngri en Ari Freyr (Skúlason) og Arnór Ingvi (Traustason),“ sagði Andri Lucas og hló aðspurður hver helsti munurinn væri á Íslendingliðum Norrköping og Lyngby. Þó það sé heldur spes að hafa eingöngu spilað í „Íslendingaliðum“ sem atvinnumaður þá telur Andri Lucas það einkar jákvætt og hafi hjálpað honum frekar en eitthvað annað. „Kannski pínu, ég var samt alveg fljótur að læra sænsku en maður er búinn að vera aðeins lengur með dönskuna. Annars er bara geggjað að hafa þá sem og Gylfa,“ sagði Andri Lucas aðspurður hvernig það væri að læra tungumál þegar liðið væri fullt af Íslendingum og ef til vill freistandi að tala á móðurmálinu. Íslenska „bönnuð“ af samherjum Vi skal snakke dansk på omklædning.@LyngbyBoldklub „Það er meira gömlu leikmennirnir í klefanum sem eru ekki ánægðir með að það sé töluð íslenska. Eru búnir að setja upp íslensku sekt, finnst ég alltaf vera sektaður en ekki þeir. Er búinn að vera hérna svo lengi, á að taka ábyrgð,“ sagði hinn 23 ára gamli Sævar Atli á meðan Andri Lucas og Kolbeinn Birgir glottu báðir við tönn. „Við gefum mikið af okkur, það myndast smá hópar í klefanum eins og gerist alltaf en við pössum okkur og gefum af okkur,“ sagði Sævar Atli. Sáttir með að komast í jólafrí Þrátt fyrir að elska það að spila fótbolta þá voru allir þrír nokkuð sáttir með að komast í jólafrí. Það var orðið heldur kalt í Kaupmannahöfn sem og vellirnir svo gott sem frosnir. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, fá lengra jólafrí. Fáum alveg þrjár vikur í sumarfrí líka,“ sagði Kolbeinn Birgir. Gaman saman.@LyngbyBoldklub „Það þægilega er að þú tekur aldrei níu eða tíu mánuði þar sem þú ert allan tímann að, tekur sex mánuði og svo pásu. Finnst það mjög þægilegt,“ bætti Sævar Atli við. Hann var á mála hjá félaginu fyrir ári síðan þegar það sat á botninum um jólin. „Núna erum við með 20 stig, verðum með 20 stig næstu tvo mánuðina og svo byrjum við bara aftur. Vorum með sjö stig á sama tímapunkti í fyrra, er því aðeins betra núna. Í fyrra sagði Freysi að menn væru ekkert að fara slaka á, það þyrftu allir að koma til baka í toppformi. Núna erum við í betri stöðu, maður mun þó sinna þessu í fríinu en maður nær vonandi að slappa aðeins meira af nú í stað þess að vera sífellt að hugsa um stöðuna í deildinni.“ Fjölskylduklúbburinn Lyngby „Þetta er mjög ólíkt því sem ég hef verið í og kannski smá líkara Fylki þar sem ég ólst upp. Þetta er fjölskylduklúbbur, á stærra stigi en samt svipað. Geggjuð stemning í þessu félagi og allt um kring,“ sagði hinn 24 ára gamli Kolbeinn Birgir. Mætti segja að þríeykið hafi stillt sér upp eftir stöðum á vellinum. Sævar Atli er hægra megin frá þeim séð, Andri Lucas fyrir miðju og Kolbeinn Birgir úti vinstra megin.Lyngby/Rasmus Falck „Ég var ekki þegar það gekk hvað verst fyrir áramót á síðustu leiktíð. Fyrir mér hefur stemningin aukist dag frá degi síðan ég kom í janúar,“ bætti Kolbeinn við en hann gekk í raðir félagsins í ársbyrjun eftir að hafa verið á mála hjá Groningen, Brentford og Borussia Dortmund. „Það var ekki mikið að ganga upp í Nörrkoping, maður fékk ekki að spila mikið og maður þurfti á einhverju nýju að halda. Þetta var í boði og ég stökk á þetta, það hefur gengið vel hingað til. Eina sem ég vildi gera var að fá að spila, skora og sýna mig,“ sagði Andri Lucas. Sömu einkenni og í íslenska landsliðinu Allir þrír voru sammála um að einkenni Lyngby séu mjög svipuð og í íslenska landsliðinu, menn séu auðmjúkir og leggi hart að sér. Þríeykið var sammála að það væri mestu Frey og þjálfarateyminu að þakka. Því til sönnunar má benda á bílastæði Lyngby, þar er fátt um fína drætti og eru íslensku landsliðsmennirnir ekki einu sinni á bíl. „Við erum allir á hjóli,“ sögðu allir í kór og hlógu þegar blaðamaður spurði Sævar Atla hvort hann væri kominn á bíl en undirritaður vissi að þegar hann kom fyrst til Kaupmannahafnar fór hann allt á hjóli. Sævar Atli, Andri Lucas og Kolbeinn Birgir á hjólunum sínum.Lyngby/Rasmus Falck Þó Andri Lucas og Kolbeinn Birgir hafi verið á mála hjá stærri félögum með betri aðstöðu en Lyngby þá voru þeir sammála um að það skipti í raun engu máli. „Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta bara fótbolti. Skiptir ekki öllu máli en það er vissulega svolítið mikill munur á æfingasvæði Dortmund og hér en þetta er líka sjarmerandi, er nýtt og skemmtilegt að fara aftur í svona umhverfi,“ sagði Kolbeinn Birgir. Að endingu töldu þeir allir að umhverfið ýti enn frekar undir stemninguna í klúbbnum en í viðtalinu við Frey kemur hann inn á hversu vinsælt félagið er orðið meðal Íslendinga og það sé eitthvað sem hann sem og aðrir sem koma að félaginu eru stoltir af.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira