„Sorgmædd yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 19:01 Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Vísir/Ívar Breiðablik tilkynnti í gær um niðurlögn kvennaliðs félagsins í körfubolta og hefur það því lokið keppni í Subway-deild kvenna. Formaður körfuknattleiksdeildar segir stöðuna sorglega en er þess fullviss að félagið rísi upp á ný. Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins