Grindavíkurkonur Kanalausar eftir áramót Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 16:34 Danielle Rodriguez í leik gegn Stjörnunni í vetur Vísir/Vilhelm Grindvíkingar geta mögulega gert breytingar á leikmannahópi sínum í Subway-deild kvenna en hin bandaríska Danielle Rodriguez er meðal þeirra 20 einstaklinga sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins