Folar fagna stórafmæli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. desember 2023 15:36 Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn Garðarsson leikari og Herbert Guðmundsson tónlistarmaður standa á tímamótum í dag. Þeir fagna stórafmæli sínu hvor með sínum hætti. Annar í Brasilíu en hinn með nýbakaðri tebollu og því að gera það sem hann gerir best - að skemmta fólki. Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn er staddur í Brasilíu með eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur og syni þeirra í sannkölluðu ævintýrafríi. „Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér!! Ævintýramaður fram í fingurgóma Gleðipinn og prakkari geggjuð blanda, hlakka til að leika með þér á þinum efri árum gamli. Elska þig út yfir öll mörk,“ segir eiginkonan Nína Dögg í kveðju til síns heittelskaða á Facebook þar sem afmæliskveðjum rignir. Gísli Örn hefur átt stórt ár en nýlega frumsýndi hann söngleikinn Frozen í Noregi. Stórafmælistónleikar í mars Herbert byrjaði daginn líka á Suður-Amerískum nótum. Hann hellti upp á kólumbískt kaffi og gæddi sér á nýbakaðri tebollu úr Bónus. Hann tók forskot á sæluna í gærkvöldi og fór út að borða á Steikhúsið Tryggvagötu með syni sínu. Þar gæddu þeir sér á gómsætri lambasteik, diet coke, og súkkulaðiköku með í eftirrétt. „Ég held sjaldnast upp á daginn en ætla að fagna stórafmælinu í kvöld með því að gleðja fólk í einkasamkvæmi. Allt verður vitlaust og fólk hoppar út á gólf, ég elska það mest,“ segir Herbert rólegur og bætir við: „Maður yngist bara með árunum.“ Herbert mun fagna tímamótunum með pompi og prakt í mars næstkomandi með stórafmælistónleikum í Hákskólabíói, þar sem farið verður yfir ferilinn. Með honum verða Diljá Pétursdóttir, Stefán Hilmarrson og Axel Ó. Ísland í dag hefur gert nærmynd af Gísla Erni og Herberti, reyndar fyrir nokkrum árum. Þær má sjá hér að neðan. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ræddi við fólkið sem stendur Gísla næst árið 2011. Þá hefur verið horft um fimmtíu þúsund sinnum á eftirminnilegt atriði Gísla Arnar og Steinda Jr. í þættinum Stóra sviðinu í fyrra. Ásgeir Erlendsson tók hús á Herberti árið 2017. Herbert gaf út lagið Ástarbál á árinu sem er að líða. Tímamót Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn er staddur í Brasilíu með eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur og syni þeirra í sannkölluðu ævintýrafríi. „Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér!! Ævintýramaður fram í fingurgóma Gleðipinn og prakkari geggjuð blanda, hlakka til að leika með þér á þinum efri árum gamli. Elska þig út yfir öll mörk,“ segir eiginkonan Nína Dögg í kveðju til síns heittelskaða á Facebook þar sem afmæliskveðjum rignir. Gísli Örn hefur átt stórt ár en nýlega frumsýndi hann söngleikinn Frozen í Noregi. Stórafmælistónleikar í mars Herbert byrjaði daginn líka á Suður-Amerískum nótum. Hann hellti upp á kólumbískt kaffi og gæddi sér á nýbakaðri tebollu úr Bónus. Hann tók forskot á sæluna í gærkvöldi og fór út að borða á Steikhúsið Tryggvagötu með syni sínu. Þar gæddu þeir sér á gómsætri lambasteik, diet coke, og súkkulaðiköku með í eftirrétt. „Ég held sjaldnast upp á daginn en ætla að fagna stórafmælinu í kvöld með því að gleðja fólk í einkasamkvæmi. Allt verður vitlaust og fólk hoppar út á gólf, ég elska það mest,“ segir Herbert rólegur og bætir við: „Maður yngist bara með árunum.“ Herbert mun fagna tímamótunum með pompi og prakt í mars næstkomandi með stórafmælistónleikum í Hákskólabíói, þar sem farið verður yfir ferilinn. Með honum verða Diljá Pétursdóttir, Stefán Hilmarrson og Axel Ó. Ísland í dag hefur gert nærmynd af Gísla Erni og Herberti, reyndar fyrir nokkrum árum. Þær má sjá hér að neðan. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ræddi við fólkið sem stendur Gísla næst árið 2011. Þá hefur verið horft um fimmtíu þúsund sinnum á eftirminnilegt atriði Gísla Arnar og Steinda Jr. í þættinum Stóra sviðinu í fyrra. Ásgeir Erlendsson tók hús á Herberti árið 2017. Herbert gaf út lagið Ástarbál á árinu sem er að líða.
Tímamót Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira