Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar sagt upp Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2023 13:29 Þórdís Jóna segir að í nýrri stofnun eigi betur að styðja við kennara. Vísir/Arnar Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp í morgun. Alls störfuðu 46 hjá stofnuninni. Forstjóri stofnunarinnar, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, segir þetta ekki hafa komið starfsmönnum á óvart. Meiri stuðningur við skólasamfélagið verði í nýrri stofnun. „Lögin voru samþykkt á Alþingi síðasta föstudag sem felur í sér að stofnunin verður lögð niður 1. apríl næstkomandi,“ segir Þórdís Jóna og á þá við lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lagði fram á haustþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög 8. desember. Samkvæmt þeim verður sett á stofn ný stofnun, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þórdís segir hana eiga að vera meiri þjónustustofnun og minni stjórnsýslustofnun. Þórdís Jóna verður forstjóri nýrrar stofnunar. „Þar verður töluvert breytt og önnur nálgun varðandi skólasamfélagið,“ segir Þórdís Jóna og að miklu meiri áhersla verði lögð á að styðja við kennara og starfsfólk skóla með námsefni í takt við tímann og fleiri matstækjum og skimunarprófum. „Við viljum verða sterkt bakland fyrir kennara. Vera með fjölbreytt námsefni sem auðveldlega er hægt að aðlaga að ólíkum þörfum,“ segir hún. Hún bendir á að inni í skólastofu hjá einum kennara sé að finna mörg börn með ólíkar þarfir. „Það getur verið flókið fyrir kennara að búa til gott próf. Að vita hver staðan er og hvar hver og einn nemandi fellur. Það getur verið gott að fá aðstoð við það.“ Vantar nýtt fólk í nýja stofnun Þórdís segir að stöður hjá nýrri stofnun verði nú auglýstar og gerir ráð fyrir að stór hluti þeirra sem var sagt upp í dag sæki um. En auk þeirra þurfi meira fólk með getu og hæfni sem ekki er að finna í starfsfólki núverandi stofnunar. „Við þurfum að verða miklu betri í að mæta nemendum af erlendum uppruna. Við þurfum fólk með reynslu og þjálfun í að gera það. Við þurfum að gera meira af matstækjum og þurfum fólk sem eru sérfræðingar í því. Svo eru það námsgögnin og okkur vantar fleiri í það að búa til fjölbreytt námsefni,“ segir Þórdís Jóna og að hún geri því ráð fyrir að það vanti talsvert af nýju fólki inn í nýja stofnun. „Allsstaðar í löndunum í kringum okkur er sterk miðlæg þjónusta við skólakerfið. Við höfum ákveðið að þetta hafi meira og minna verið hjá sveitarfélögunum,“ segir Þórdís Jóna og að þótt svo að það geti verið kostir við það þá sé hægt að nýta fjármunina og fólkið miklu betur. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Lögin voru samþykkt á Alþingi síðasta föstudag sem felur í sér að stofnunin verður lögð niður 1. apríl næstkomandi,“ segir Þórdís Jóna og á þá við lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lagði fram á haustþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög 8. desember. Samkvæmt þeim verður sett á stofn ný stofnun, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þórdís segir hana eiga að vera meiri þjónustustofnun og minni stjórnsýslustofnun. Þórdís Jóna verður forstjóri nýrrar stofnunar. „Þar verður töluvert breytt og önnur nálgun varðandi skólasamfélagið,“ segir Þórdís Jóna og að miklu meiri áhersla verði lögð á að styðja við kennara og starfsfólk skóla með námsefni í takt við tímann og fleiri matstækjum og skimunarprófum. „Við viljum verða sterkt bakland fyrir kennara. Vera með fjölbreytt námsefni sem auðveldlega er hægt að aðlaga að ólíkum þörfum,“ segir hún. Hún bendir á að inni í skólastofu hjá einum kennara sé að finna mörg börn með ólíkar þarfir. „Það getur verið flókið fyrir kennara að búa til gott próf. Að vita hver staðan er og hvar hver og einn nemandi fellur. Það getur verið gott að fá aðstoð við það.“ Vantar nýtt fólk í nýja stofnun Þórdís segir að stöður hjá nýrri stofnun verði nú auglýstar og gerir ráð fyrir að stór hluti þeirra sem var sagt upp í dag sæki um. En auk þeirra þurfi meira fólk með getu og hæfni sem ekki er að finna í starfsfólki núverandi stofnunar. „Við þurfum að verða miklu betri í að mæta nemendum af erlendum uppruna. Við þurfum fólk með reynslu og þjálfun í að gera það. Við þurfum að gera meira af matstækjum og þurfum fólk sem eru sérfræðingar í því. Svo eru það námsgögnin og okkur vantar fleiri í það að búa til fjölbreytt námsefni,“ segir Þórdís Jóna og að hún geri því ráð fyrir að það vanti talsvert af nýju fólki inn í nýja stofnun. „Allsstaðar í löndunum í kringum okkur er sterk miðlæg þjónusta við skólakerfið. Við höfum ákveðið að þetta hafi meira og minna verið hjá sveitarfélögunum,“ segir Þórdís Jóna og að þótt svo að það geti verið kostir við það þá sé hægt að nýta fjármunina og fólkið miklu betur.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42