„Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2023 10:00 Píluveislan hefst í kvöld. vísir/getty Jólin eru ekki bara hátíð ljóss og friðar heldur einnig hátíð píluíþróttarinnar. Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í Alexandra höllinni í London í kvöld. Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55. Pílukast Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55.
Pílukast Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira