Ísold Klara valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 06:30 Ísold Klara Felixdóttir var valin Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Íþróttabandalag Reykjavíkur Íþróttabandalag Reykjavíkur verðlaunaði í gær það íþróttafólk í höfuðborginni sem stóð sig best árinu að mati ÍBR auk þess að velja besta íþróttalið Reykjavíkur 2023. Ísold Klara Felixdóttir var valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Ísold átti frábært ár en hán er landsliðskvár í karate, fékk svarta beltið og náði silfur og brons á Smáþjóðamóti Evrópu í ár. Andrea Kolbeinsdóttir er Íþróttakona Reykjavíkur 2023. Andrea átti flott ár en hún gerði sér lítið fyrir og vann öll þau hlaup á árinu sem hún tók þátt í. Meðal þeirra hlaupa sem hún vann voru Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið. Andrea var að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Andrea var ekki eingöngu sigursæl á hlaupabrautinni en hún varð einnig Íslandsmeistari í skíðagöngu í tveimur greinum, 5km göngu með hefðbundinni aðferð og í liðakeppni, en einnig fékk hún tvö silfur í sprettgöngu og 10km göngu með frjálsri aðferð. Haraldur Franklín Magnús er Íþróttakarl Reykjavíkur 2023. Haraldur Franklín átti flott ár en hann lék á þrettán mótum á Áskorendamótaröð Evrópu. Meðal annarra afreka árinu hjá Haraldi má telja upp að hann tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir The Open og komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina. Haraldur endaði í 127. sæti á Áskorendamótaröðinni og vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Íþróttafólkið sem var tilnefnt til Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2023 var eftirtalið: Andrea Kolbeinsdóttir - Frjálsar - ÍR Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsar - ÍR Eygló Fanndal Sturludóttir - Ólympískar lyftingar - Lyftingarfélag Reykjavíkur Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíði - Ármann Ísold Klara Felixdóttir - Karate - Fylkir Birnir Snær Ingason - Fótbolti - Víkingur Guðni Valur Guðnason - Frjálsar - ÍR Haraldur Franklín Magnús - Golf - GR Teitur Árnason - Hestar - Fákur Íþróttalið Reykjavíkur er karlaliðs Víkings í knattspyrnu. Víkingur átti frábært tímabil og er Íslands- og bikarmeistari 2023. Víkings-liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Liðið setti bæði stiga- og markamet efstu deildar karla í knattspyrnu. Auk Víkingsliðsins voru tilnefnd kvennalið Víkings í knattspyrnu, kvennalið Vals í knattspyrnu og karlalið SR í íshokkí. Karate Frjálsar íþróttir Golf Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sjá meira
Ísold Klara Felixdóttir var valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Ísold átti frábært ár en hán er landsliðskvár í karate, fékk svarta beltið og náði silfur og brons á Smáþjóðamóti Evrópu í ár. Andrea Kolbeinsdóttir er Íþróttakona Reykjavíkur 2023. Andrea átti flott ár en hún gerði sér lítið fyrir og vann öll þau hlaup á árinu sem hún tók þátt í. Meðal þeirra hlaupa sem hún vann voru Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið. Andrea var að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Andrea var ekki eingöngu sigursæl á hlaupabrautinni en hún varð einnig Íslandsmeistari í skíðagöngu í tveimur greinum, 5km göngu með hefðbundinni aðferð og í liðakeppni, en einnig fékk hún tvö silfur í sprettgöngu og 10km göngu með frjálsri aðferð. Haraldur Franklín Magnús er Íþróttakarl Reykjavíkur 2023. Haraldur Franklín átti flott ár en hann lék á þrettán mótum á Áskorendamótaröð Evrópu. Meðal annarra afreka árinu hjá Haraldi má telja upp að hann tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir The Open og komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina. Haraldur endaði í 127. sæti á Áskorendamótaröðinni og vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Íþróttafólkið sem var tilnefnt til Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2023 var eftirtalið: Andrea Kolbeinsdóttir - Frjálsar - ÍR Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsar - ÍR Eygló Fanndal Sturludóttir - Ólympískar lyftingar - Lyftingarfélag Reykjavíkur Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíði - Ármann Ísold Klara Felixdóttir - Karate - Fylkir Birnir Snær Ingason - Fótbolti - Víkingur Guðni Valur Guðnason - Frjálsar - ÍR Haraldur Franklín Magnús - Golf - GR Teitur Árnason - Hestar - Fákur Íþróttalið Reykjavíkur er karlaliðs Víkings í knattspyrnu. Víkingur átti frábært tímabil og er Íslands- og bikarmeistari 2023. Víkings-liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Liðið setti bæði stiga- og markamet efstu deildar karla í knattspyrnu. Auk Víkingsliðsins voru tilnefnd kvennalið Víkings í knattspyrnu, kvennalið Vals í knattspyrnu og karlalið SR í íshokkí.
Andrea Kolbeinsdóttir - Frjálsar - ÍR Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsar - ÍR Eygló Fanndal Sturludóttir - Ólympískar lyftingar - Lyftingarfélag Reykjavíkur Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíði - Ármann Ísold Klara Felixdóttir - Karate - Fylkir Birnir Snær Ingason - Fótbolti - Víkingur Guðni Valur Guðnason - Frjálsar - ÍR Haraldur Franklín Magnús - Golf - GR Teitur Árnason - Hestar - Fákur
Karate Frjálsar íþróttir Golf Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sjá meira