Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 23:59 Þetta er ekki fyrsta innköllun framleiðandans á árinu vegna sjálfstýringarkerfi Tesla. EPA Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna. Tesla Bílar Tækni Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna.
Tesla Bílar Tækni Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira