Bíður eftir barni og missir af EM: „Auðveld ákvörðun en ógeðslega erfið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 17:29 Elvar segir fátt jafnast á við það að vera með íslenska landsliðinu á stórmóti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, bíður spenntur eftir því að eignast sína fyrstu dóttur í janúar. Af þeim sökum getur hann ekki spilað með Íslandi á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Þýskalandi 10. janúar. Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira