„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2023 09:01 Auður Íris Ólafsdóttir var leikmaður Stjörnunnar áður en hún tók við liðinu 2021. vísir/hulda margrét Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins