Færir íslensku þjóðinni góðar fréttir Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 14. desember 2023 07:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar. Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Sjá meira
Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Sjá meira