Bein útsending: Kynna tillögur starfshóps um vindorku Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 15:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, setur kynningarfundinn. Stöð 2/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í júlí 2022 þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um drög að lögum og reglugerð um vindorku, með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku, jafnframt því að tekið verði tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Starfshópurinn hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum. Þetta segir í tilkynningu um kynningu á tillögum starfshópsins, sem haldin verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu klukkan 15:30 í dag. Fylgjast má með kynningunni í beinni útsendingu hér að neðan: Starfshópinn skipuðu þau Hilmar Gunnlaugsson, formaður hópsins, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi Alþingismaður. Starfshópurinn skilaði af sér stöðuskýrslu í apríl síðastliðnum, þar sem dregin voru saman helstu álitaefni sem komið höfðu upp við vinnu hópsins auk þess sem settir voru fram ýmsir valkostir um hvaða leiðir væru færar til að leysa úr þeim. Í framhaldinu voru haldnir opnir kynningarfundir um allt land þar sem starfshópurinn, ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sátu fyrir svörum um málefni vindorkunnar. Eftir að hafa hlýtt á sjónarmið hagaðila og almennings hefur hópurinn unnið áfram að málinu með það að markmiði að leggja til tilteknar breytingar á lagaramma um vindorku til að ná framangreindum markmiðum, sem kynntar verða á fundinum. Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vindorka Tengdar fréttir Mikilvægt að almenningur komi að stefnumótun varðandi nýtingu vindorku Umhverfisráðherra segir mikilvægt að undirbúa stefnumótun fyrir nýtingu vindorku á Íslandi vel og vandlega. Þriggja manna starfshópur sem ráðherra skipaði í fyrrasumar til að skoða valkosti og greina stöðuna kynnti áfangaskýrslu í dag. 19. apríl 2023 19:51 Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri. 19. apríl 2023 12:13 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu um kynningu á tillögum starfshópsins, sem haldin verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu klukkan 15:30 í dag. Fylgjast má með kynningunni í beinni útsendingu hér að neðan: Starfshópinn skipuðu þau Hilmar Gunnlaugsson, formaður hópsins, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi Alþingismaður. Starfshópurinn skilaði af sér stöðuskýrslu í apríl síðastliðnum, þar sem dregin voru saman helstu álitaefni sem komið höfðu upp við vinnu hópsins auk þess sem settir voru fram ýmsir valkostir um hvaða leiðir væru færar til að leysa úr þeim. Í framhaldinu voru haldnir opnir kynningarfundir um allt land þar sem starfshópurinn, ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sátu fyrir svörum um málefni vindorkunnar. Eftir að hafa hlýtt á sjónarmið hagaðila og almennings hefur hópurinn unnið áfram að málinu með það að markmiði að leggja til tilteknar breytingar á lagaramma um vindorku til að ná framangreindum markmiðum, sem kynntar verða á fundinum.
Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vindorka Tengdar fréttir Mikilvægt að almenningur komi að stefnumótun varðandi nýtingu vindorku Umhverfisráðherra segir mikilvægt að undirbúa stefnumótun fyrir nýtingu vindorku á Íslandi vel og vandlega. Þriggja manna starfshópur sem ráðherra skipaði í fyrrasumar til að skoða valkosti og greina stöðuna kynnti áfangaskýrslu í dag. 19. apríl 2023 19:51 Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri. 19. apríl 2023 12:13 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Mikilvægt að almenningur komi að stefnumótun varðandi nýtingu vindorku Umhverfisráðherra segir mikilvægt að undirbúa stefnumótun fyrir nýtingu vindorku á Íslandi vel og vandlega. Þriggja manna starfshópur sem ráðherra skipaði í fyrrasumar til að skoða valkosti og greina stöðuna kynnti áfangaskýrslu í dag. 19. apríl 2023 19:51
Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri. 19. apríl 2023 12:13
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22