Bjartsýnn að ná EM þrátt fyrir meiðsli sem há daglegu lífi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 09:00 Elvar Örn Jónsson leikur væntanlega ekki meira með Melsungen á árinu. getty/Andreas Gora Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst bjartsýnn á að vera klár í slaginn fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Hann glímir við erfið meiðsli sem há honum í daglegu lífi. Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Sjá meira
Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Sjá meira