Einhliða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael þjóni engum tilgangi Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 11. desember 2023 23:53 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sat fyrir svörum á Alþingi í tengslum við afstöðu Íslands til niðurstöðu öryggisráðsins og viðskiptaþvinganna á hendur Ísraelsmönnum. Vísir/Sigurjón Utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gaza. Almennt fari Ísland ekki þá leið að slíta stjórnmálasambandi við aðrar þjóðir, ekki einu sinni Rússa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, alþjóðasamfélagið hafa brugðist Palestínumönnum og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í svipaðan streng. Báðar spurðu þær utanríkisráðherra hvort til greina kæmi að slíta viðskiptum og jafnvel stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hernaðarins á Gaza. Þá kölluðu þær eftir afstöðu Íslands á væntanlegum neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þvingunaraðgerðir hafi mest áhrif með samtakamætti „Hver eru næstu skref Íslands og samstarfsríkja okkar eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu á föstudag? Telur utanríkisráðherra að viðskiptaþvinganir eða einhvers konar refsiaðgerðir geti komið til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki?“ spurði Kristrún Bjarna á þinginu. „Það er hægt að segja um þvingunaraðgerðir almennt að þær hafa langmest áhrif þegar samtakamáttur ríkja er nýttur. Nú eru ekki umræður um það á alþjóðavettvangi að beita slíkum úrræðum,“ svaraði Bjarni. Einhliða viðskipaþvinganir þjóni engum tilgangi „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort önnur ríki hafi farið að fordæmi Íslands og ályktað um ástandið. Eða, vegna þess að spurningin gerist sífellt ágengari um slit á stjórnmálasambandi, hvort einhver ríki hafi gert það nú þegar?“ spurði Steinunn Þóra Bjarna. Bjarni sagði Bólivíu og Belís hafa slitið stjórnmálasambandi við Ísrael og átta ríki kallað sendiherra eða diplómata heim. „Ég ætla bara að segja það sem mína skoðun almennt að ég sé ekki í fyrsta lagi að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að fara í einhliða viðskiptaþvinganir. Og almennt höfum við ekki viljað fara þá leið að slíta stjórnmálasambandi. Við gerðum það einu sinni í tilviki Breta. Við höfum ekki gert það gagnvart Rússum og það getur skaðað diplómatíska möguleika okkar að gera slíkt,“ sagði Bjarni að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, alþjóðasamfélagið hafa brugðist Palestínumönnum og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í svipaðan streng. Báðar spurðu þær utanríkisráðherra hvort til greina kæmi að slíta viðskiptum og jafnvel stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hernaðarins á Gaza. Þá kölluðu þær eftir afstöðu Íslands á væntanlegum neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þvingunaraðgerðir hafi mest áhrif með samtakamætti „Hver eru næstu skref Íslands og samstarfsríkja okkar eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu á föstudag? Telur utanríkisráðherra að viðskiptaþvinganir eða einhvers konar refsiaðgerðir geti komið til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki?“ spurði Kristrún Bjarna á þinginu. „Það er hægt að segja um þvingunaraðgerðir almennt að þær hafa langmest áhrif þegar samtakamáttur ríkja er nýttur. Nú eru ekki umræður um það á alþjóðavettvangi að beita slíkum úrræðum,“ svaraði Bjarni. Einhliða viðskipaþvinganir þjóni engum tilgangi „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort önnur ríki hafi farið að fordæmi Íslands og ályktað um ástandið. Eða, vegna þess að spurningin gerist sífellt ágengari um slit á stjórnmálasambandi, hvort einhver ríki hafi gert það nú þegar?“ spurði Steinunn Þóra Bjarna. Bjarni sagði Bólivíu og Belís hafa slitið stjórnmálasambandi við Ísrael og átta ríki kallað sendiherra eða diplómata heim. „Ég ætla bara að segja það sem mína skoðun almennt að ég sé ekki í fyrsta lagi að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að fara í einhliða viðskiptaþvinganir. Og almennt höfum við ekki viljað fara þá leið að slíta stjórnmálasambandi. Við gerðum það einu sinni í tilviki Breta. Við höfum ekki gert það gagnvart Rússum og það getur skaðað diplómatíska möguleika okkar að gera slíkt,“ sagði Bjarni að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira