Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 12:15 Sigurlín Margrét hefur sinnt döff leiðsögn á Listasafni Íslands. Listasafn Íslands Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. Sigurlín Margrét hóf störf hjá RÚV við flutning táknmálsfrétta árið 1985 og sinnti starfinu fram að uppsögn árið 2021. Fram kemur í gögnum málsins að fyrst hafi verið skrifað undir starfssamning við Sigurlín árið 2008 sem hafi framlengst um hálft ár í einu allt til ársins 2021. Þá breytti RÚV fyrirkomulagi sínu er varðar þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa og hætti sérstökum táknmálsfréttatímum. Var samið við Miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta um túlkun á aðalfréttatíma og Krakkafréttum þar sem túlkendur voru fólk með heyrn. Erfitt að finna sér aðra vinnu Fram kom í stefnu Sigurlínar að uppsögnin hefði haft mikil áhrif á líf hennar og valdið miklu tjóni. Hún væri heyrnarlaus einstaklingur, sem tjái sig á táknmáli og aðgengi hennar að annarri vinnu en þeirri sem hún hefði sinnt á RÚV í 36 ár væri erfitt. Hún hefði átt erfitt að finna sér aðra vinnu eftir uppsögn. Þá hafi Sigurlín margoft í gegnum árin óskað eftir því að fá að vera launþegi hjá RÚV en ekki verktaki. Þannig hafi samningssamband hennar við RÚV haft þann blæ að vera frekar vinnusamningur klæddur í búning verksamnings. Ríkisútvarpið hefur áður verið sakað um gerviverktöku. Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni að samningssamband Sigurlínar við RÚV hafi haft á sér yfirbragð ráðningarsambands starfsmanns og atvinnurekanda. Þannig hafi Sigurlín og aðrir táknmálsþulir fengið netföng hjá RÚV auk þess sem allt fréttaefni, aðstaða sem og tæki og tól sem þurfti hafi verið útvegað af RÚV. Þá hefðu Sigurlín og aðrir táknmálsþulir fengið jólagjafir og tekið þátt í starfsmannaviðburðum RÚV. Það breyti því þó ekki að í samningum komi mjög afdráttarlaust fram að um verktakasamband sé að ræða. Engum blöðum sé um það að fletta. Fram hafi komið hjá Sigurlín að tilefni málshöfðunar hafi meðal annars verið vegna þess hve henni sviði að henni og samstarfsfólki við flutning táknmálsfrétta hefði fyrirvaralítið verið sagt upp störfum sem þau hefðu sinnt um áratugaskeið. Um sérhæft starf hefði verið að ræða sem þau hefðu verið sérstaklega hæf til að sinna sökum þekkingar á málefnum Döff þar sem þau tilheyrðu samfélagi heyrnarlausra og litu á táknmál sem sitt fyrsta mál. Vegna heyrnarleysis þeirra hefðu möguleikar þeirra á almennum vinnumarkaði verið takmarkaðri en almennt. Breytingin stuðlað að aukinni þjónustu RÚV vísaði til þess að tilefni uppsagna hefði verið þróun í tækni sem hefði gert RÚV tækt að túlka fréttatíma sjóvnarps á táknmáli í rauntíma. Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og þá væri ekki um að ræða brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks enda verið að stuðla að aukinni þjónustu við þá sem tala táknmál með breytingunni sem hafði uppsagnirnar í för með sér. Þá sagðist héraðsdómur ekki geta litið fram hjá því að Sigurlín hefði ekki minnst á það í 36 ár, svo sannanir væru fyrir, að hún teldi sig vera í starfssambandi við RÚV sem launamaður. Það hefði hún gert fyrst í kjölfar uppsagnarinnar. Var RÚV því sýknað af kröfu Sigurlínar. Málefni fatlaðs fólks Ríkisútvarpið Táknmál Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sigurlín Margrét hóf störf hjá RÚV við flutning táknmálsfrétta árið 1985 og sinnti starfinu fram að uppsögn árið 2021. Fram kemur í gögnum málsins að fyrst hafi verið skrifað undir starfssamning við Sigurlín árið 2008 sem hafi framlengst um hálft ár í einu allt til ársins 2021. Þá breytti RÚV fyrirkomulagi sínu er varðar þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa og hætti sérstökum táknmálsfréttatímum. Var samið við Miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta um túlkun á aðalfréttatíma og Krakkafréttum þar sem túlkendur voru fólk með heyrn. Erfitt að finna sér aðra vinnu Fram kom í stefnu Sigurlínar að uppsögnin hefði haft mikil áhrif á líf hennar og valdið miklu tjóni. Hún væri heyrnarlaus einstaklingur, sem tjái sig á táknmáli og aðgengi hennar að annarri vinnu en þeirri sem hún hefði sinnt á RÚV í 36 ár væri erfitt. Hún hefði átt erfitt að finna sér aðra vinnu eftir uppsögn. Þá hafi Sigurlín margoft í gegnum árin óskað eftir því að fá að vera launþegi hjá RÚV en ekki verktaki. Þannig hafi samningssamband hennar við RÚV haft þann blæ að vera frekar vinnusamningur klæddur í búning verksamnings. Ríkisútvarpið hefur áður verið sakað um gerviverktöku. Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni að samningssamband Sigurlínar við RÚV hafi haft á sér yfirbragð ráðningarsambands starfsmanns og atvinnurekanda. Þannig hafi Sigurlín og aðrir táknmálsþulir fengið netföng hjá RÚV auk þess sem allt fréttaefni, aðstaða sem og tæki og tól sem þurfti hafi verið útvegað af RÚV. Þá hefðu Sigurlín og aðrir táknmálsþulir fengið jólagjafir og tekið þátt í starfsmannaviðburðum RÚV. Það breyti því þó ekki að í samningum komi mjög afdráttarlaust fram að um verktakasamband sé að ræða. Engum blöðum sé um það að fletta. Fram hafi komið hjá Sigurlín að tilefni málshöfðunar hafi meðal annars verið vegna þess hve henni sviði að henni og samstarfsfólki við flutning táknmálsfrétta hefði fyrirvaralítið verið sagt upp störfum sem þau hefðu sinnt um áratugaskeið. Um sérhæft starf hefði verið að ræða sem þau hefðu verið sérstaklega hæf til að sinna sökum þekkingar á málefnum Döff þar sem þau tilheyrðu samfélagi heyrnarlausra og litu á táknmál sem sitt fyrsta mál. Vegna heyrnarleysis þeirra hefðu möguleikar þeirra á almennum vinnumarkaði verið takmarkaðri en almennt. Breytingin stuðlað að aukinni þjónustu RÚV vísaði til þess að tilefni uppsagna hefði verið þróun í tækni sem hefði gert RÚV tækt að túlka fréttatíma sjóvnarps á táknmáli í rauntíma. Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og þá væri ekki um að ræða brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks enda verið að stuðla að aukinni þjónustu við þá sem tala táknmál með breytingunni sem hafði uppsagnirnar í för með sér. Þá sagðist héraðsdómur ekki geta litið fram hjá því að Sigurlín hefði ekki minnst á það í 36 ár, svo sannanir væru fyrir, að hún teldi sig vera í starfssambandi við RÚV sem launamaður. Það hefði hún gert fyrst í kjölfar uppsagnarinnar. Var RÚV því sýknað af kröfu Sigurlínar.
Málefni fatlaðs fólks Ríkisútvarpið Táknmál Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira