Segja ásakanirnar rógburð, ósannindi og árás á mannorð Árni Sæberg skrifar 5. desember 2023 14:35 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ein þeirra sem undirrita yfirlýsingu til stuðnings Ragnir Þór. Vísir/Vilhelm Stjórnarmenn í Eflingu, sem voru viðstaddir mótmæli í höfuðstöðvum Gildis þann 30. nóvember síðastliðinn, fordæma það sem sagt er rógburður, ósannindi og árásir á mannorð Ragnars Þórs Ingólfssonar af hálfu yfirmanna skrifstofu Gildis lífeyrissjóðs. Þetta segir í yfirlýsingu á vef Eflingar, sem undirrituð er af tíu stjórnarmönnum í Eflingu. „Nákvæmlega ekkert er hæft í þeim alvarlegu ásökunum sem Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri og Bjarney Sigurðardóttir skrifstofustjóri Gildis setja fram í bréfi sínu til stjórnar VR í gær 4. desember. Í bréfinu er því haldið fram að á friðsamlegum mótmælum 30. nóvember hafi starfsfólki Gildis verið „ógnað á vinnustaðnum“, það orðið fyrir „andlegu ofbeldi“ og „[lokast] inn í rými með ógnandi aðila“,“ segir í yfirlýsingunni. Árni Guðmundsson hefur sagst standa við það sem fram kemur í bréfinu. Þá segir hann óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Lýsingar fjarstæðukenndar Í yfirlýsingunni segir að lýsingar í bréfi Gildis séu fjarstæðukenndur uppspuni eins og tugir einstaklinga, sem voru viðstaddir mótmælin, séu til vitnis um. Þetta sé jafnframt hægt að staðfesta með fjölda ljósmynda og myndbanda sem tekin voru upp á staðnum. Mótmælin hafi augljóslega ekki beinst gegn almennu starfsfólki Gildis heldur stjórnendum sjóðsins, og þau litlu samskipti sem fóru fram við almennt starfsfólk sjóðsins hafi í alla staði verið kurteisisleg. Þetta viti Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis vel, enda hafi hann verið viðstaddur allt sem fram fór. „Það að verkafólk sem greiðir í Gildi og lýðræðislega kjörnir fulltrúar þeirra þurfi að sitja undir grófum, ósönnum ásökunum af hálfu hálaunaðra stjórnenda sjóðsins um „ofbeldi og áreitni“ fyrir þá sök eina að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla er með öllu óásættanlegt. Það er hneyksli að háttsettir stjórnarmenn Gildis skuli beita slíkum aðferðum til að þagga niður í gagnrýni.“ Útvötnun á orðinu ofbeldi Þá segir að hálaunafólk, auðmannastéttin og valdastofnanir á Íslandi hafi á liðnum árum fært sig æ meira upp á skaftið. Þau hafi vanist því að starfa án aðhalds, án gagnrýni og án afleiðinga af gjörðum sínum. Óþol þeirra fyrir aðhaldi almennings sé nú komið á það stig að þau séu tilbúin að útmála heilbrigð, málefnaleg og lýðræðisleg skoðanaskipti sem ofbeldi og áreitni. Þessi afbökun og útvötnun orðanna sé lítilsvirðandi við þá sem í raun hafa þurft að þola ofbeldi og áreitni. Stjórnarmenn geri þá kröfu til stjórnenda Gildis að þeir gæti orða sinna og virði eðlileg mörk þegar kemur að lágmarksvirðingu við heiður og æru fólks. „Við fordæmum með öllu þá ákvörðun Árna Guðmundssonar framkvæmdastjóra og Bjarneyjar Sigurðardóttur skrifstofustjóra Gildis að ráðast með ósannindum að okkur sem tókum þátt í friðsamlegum mótmælum í höfuðstöðvum sjóðsins þann 30. nóvember. Lúalegar árásir þeirra á Ragnar Þór Ingólfsson eru um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum.“ Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Grindavík Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu á vef Eflingar, sem undirrituð er af tíu stjórnarmönnum í Eflingu. „Nákvæmlega ekkert er hæft í þeim alvarlegu ásökunum sem Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri og Bjarney Sigurðardóttir skrifstofustjóri Gildis setja fram í bréfi sínu til stjórnar VR í gær 4. desember. Í bréfinu er því haldið fram að á friðsamlegum mótmælum 30. nóvember hafi starfsfólki Gildis verið „ógnað á vinnustaðnum“, það orðið fyrir „andlegu ofbeldi“ og „[lokast] inn í rými með ógnandi aðila“,“ segir í yfirlýsingunni. Árni Guðmundsson hefur sagst standa við það sem fram kemur í bréfinu. Þá segir hann óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Lýsingar fjarstæðukenndar Í yfirlýsingunni segir að lýsingar í bréfi Gildis séu fjarstæðukenndur uppspuni eins og tugir einstaklinga, sem voru viðstaddir mótmælin, séu til vitnis um. Þetta sé jafnframt hægt að staðfesta með fjölda ljósmynda og myndbanda sem tekin voru upp á staðnum. Mótmælin hafi augljóslega ekki beinst gegn almennu starfsfólki Gildis heldur stjórnendum sjóðsins, og þau litlu samskipti sem fóru fram við almennt starfsfólk sjóðsins hafi í alla staði verið kurteisisleg. Þetta viti Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis vel, enda hafi hann verið viðstaddur allt sem fram fór. „Það að verkafólk sem greiðir í Gildi og lýðræðislega kjörnir fulltrúar þeirra þurfi að sitja undir grófum, ósönnum ásökunum af hálfu hálaunaðra stjórnenda sjóðsins um „ofbeldi og áreitni“ fyrir þá sök eina að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla er með öllu óásættanlegt. Það er hneyksli að háttsettir stjórnarmenn Gildis skuli beita slíkum aðferðum til að þagga niður í gagnrýni.“ Útvötnun á orðinu ofbeldi Þá segir að hálaunafólk, auðmannastéttin og valdastofnanir á Íslandi hafi á liðnum árum fært sig æ meira upp á skaftið. Þau hafi vanist því að starfa án aðhalds, án gagnrýni og án afleiðinga af gjörðum sínum. Óþol þeirra fyrir aðhaldi almennings sé nú komið á það stig að þau séu tilbúin að útmála heilbrigð, málefnaleg og lýðræðisleg skoðanaskipti sem ofbeldi og áreitni. Þessi afbökun og útvötnun orðanna sé lítilsvirðandi við þá sem í raun hafa þurft að þola ofbeldi og áreitni. Stjórnarmenn geri þá kröfu til stjórnenda Gildis að þeir gæti orða sinna og virði eðlileg mörk þegar kemur að lágmarksvirðingu við heiður og æru fólks. „Við fordæmum með öllu þá ákvörðun Árna Guðmundssonar framkvæmdastjóra og Bjarneyjar Sigurðardóttur skrifstofustjóra Gildis að ráðast með ósannindum að okkur sem tókum þátt í friðsamlegum mótmælum í höfuðstöðvum sjóðsins þann 30. nóvember. Lúalegar árásir þeirra á Ragnar Þór Ingólfsson eru um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum.“
Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Grindavík Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira