„Hefur löngum heitið Moggalygi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 10:53 Ragnar Þór Ingólfsson og Hörður Guðbrandsson. Vísir/Vilhelm Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafa kvartað formlega undan framgöngu Ragnars í mótmælum gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sjálfur hafnar Ragnar Þór því alfarið og segist ekki útiloka að leita réttar síns. Geti vottað um kurteisi Ragnars „Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni,“ stendur í yfirlýsingunni. Undir hana rita nöfn sín þeir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Þeir segja það lýðræðislegan rétt sinna félagsmanna til að mótmæla. Grindvíkingar sýnt tilfinningar „Sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna,“ segir í tilkynningunni. „Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum.“ Löngum heitið Moggalygi Þeir segja það löngum hafa heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekenda noti Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, líkt og gert sé á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði.“ Yfirlýsingin í heild sinni: Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Lífeyrissjóðir Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafa kvartað formlega undan framgöngu Ragnars í mótmælum gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sjálfur hafnar Ragnar Þór því alfarið og segist ekki útiloka að leita réttar síns. Geti vottað um kurteisi Ragnars „Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni,“ stendur í yfirlýsingunni. Undir hana rita nöfn sín þeir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Þeir segja það lýðræðislegan rétt sinna félagsmanna til að mótmæla. Grindvíkingar sýnt tilfinningar „Sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna,“ segir í tilkynningunni. „Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum.“ Löngum heitið Moggalygi Þeir segja það löngum hafa heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekenda noti Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, líkt og gert sé á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði.“ Yfirlýsingin í heild sinni: Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Lífeyrissjóðir Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira