Kynþáttahyggja í stjórn HSÍ Björn B Björnsson skrifar 5. desember 2023 11:31 Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu HSÍ Greiðslumiðlun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun