Pogba og Sancho voru alltaf seinir á æfingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 13:31 Jadon Sancho og Paul Pogba áttu erfitt með mæta á réttum tíma á æfingar hjá Manchester United. getty/Ash Donelon Óstundvísi var mikið vandamál í herbúðum Manchester United samkvæmt Nemanja Matic, fyrrverandi leikmanni liðsins. Tvær af stjörnum United voru sérstaklega slæmar í þessum efnum. Matic gekk í raðir United frá Chelsea 2017. Hann fann mikinn mun á fagmennsku hjá félögunum tveimur. „Hjá Chelsea hegðuðu leikmennirnir sér eins og atvinnumenn, voru stundvísir og aldrei seinir á æfingar en hjá United gerðist þetta nánast á hverjum degi,“ sagði Matic í viðtali við YouTube-síðuna YU Planet. „Meðal leikmanna sem voru alltaf seinir voru Paul Pogba og Jadon Sancho. Við hinir sem vorum alltaf stundvísir vorum reiðir svo við settum á laggirnar eins konar aganefnd sem ég var yfir. Ég hengdi upp blað á vegginn með nöfnum þeirra sem voru seinir. Eitt tímabil söfnuðum við 75 þúsund pundum í sektir [rúmar þrettán milljónir íslenskra króna]. Við ætluðum að nota peninginn í að halda partí í London en gátum það ekki vegna covid.“ Pogba kom til United frá Juventus 2016. Hann sneri aftur til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Pogba vann bæði deildabikarinn og Evrópudeildina á fyrsta tímabili sínu með United en var reglulega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu inni á vellinum. United keypti Sancho frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum. Hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins og er núna í frystikistunni hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag eftir að hann gagnrýndi hann opinberlega. Eftir tapið fyrir Newcastle United, 1-0, á laugardaginn voru leikmenn United harðlega gagnrýndir, meðal annars fyrir leti inni á vellinum. Meðal þeirra sem fékk fyrir ferðina var Marcus Rashford. Enskir fjölmiðlar hafa svo greint frá því að stemmningin í búningsklefa United sé orðin ansi súr og allt að helmingur leikmannahópsins sé búinn að missa trúna á Ten Hag. Þeim finnst æfingarnar of erfiðar, leikskipulagið ekki nógu gott og eru ósáttir við meðferðina á Sancho. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir fjórtán leiki. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Matic gekk í raðir United frá Chelsea 2017. Hann fann mikinn mun á fagmennsku hjá félögunum tveimur. „Hjá Chelsea hegðuðu leikmennirnir sér eins og atvinnumenn, voru stundvísir og aldrei seinir á æfingar en hjá United gerðist þetta nánast á hverjum degi,“ sagði Matic í viðtali við YouTube-síðuna YU Planet. „Meðal leikmanna sem voru alltaf seinir voru Paul Pogba og Jadon Sancho. Við hinir sem vorum alltaf stundvísir vorum reiðir svo við settum á laggirnar eins konar aganefnd sem ég var yfir. Ég hengdi upp blað á vegginn með nöfnum þeirra sem voru seinir. Eitt tímabil söfnuðum við 75 þúsund pundum í sektir [rúmar þrettán milljónir íslenskra króna]. Við ætluðum að nota peninginn í að halda partí í London en gátum það ekki vegna covid.“ Pogba kom til United frá Juventus 2016. Hann sneri aftur til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Pogba vann bæði deildabikarinn og Evrópudeildina á fyrsta tímabili sínu með United en var reglulega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu inni á vellinum. United keypti Sancho frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum. Hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins og er núna í frystikistunni hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag eftir að hann gagnrýndi hann opinberlega. Eftir tapið fyrir Newcastle United, 1-0, á laugardaginn voru leikmenn United harðlega gagnrýndir, meðal annars fyrir leti inni á vellinum. Meðal þeirra sem fékk fyrir ferðina var Marcus Rashford. Enskir fjölmiðlar hafa svo greint frá því að stemmningin í búningsklefa United sé orðin ansi súr og allt að helmingur leikmannahópsins sé búinn að missa trúna á Ten Hag. Þeim finnst æfingarnar of erfiðar, leikskipulagið ekki nógu gott og eru ósáttir við meðferðina á Sancho. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir fjórtán leiki. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn