Keppir á Evrópumótinu sex mánuðum eftir að hún eignaðist barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 09:00 Lucie Martinsdóttir Stefanikova með barnið sitt í lyftingarsalnum. @lucie_martins_lifts Lucie Stefaniková verður er ein af fjórum keppendum Íslands sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 4. til 9. desember í Tartu í Eistlandi. Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts) Lyftingar Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Sjá meira
Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts)
Lyftingar Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Sjá meira