Þrír stafir gætu komið Haaland í vandræði hjá aganefndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 10:01 Erling Haaland missti sig alveg við Simon Hooper dómara enda búinn að spila liðsfélaga sinn í gegn á úrslitastundu þegar dómarinn stoppaði leikinn. Getty/James Gill Erling Haaland gjörsamlega trompaðist í blálok leiks Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær eftir að dómarinn leyfði ekki hagnað sem hefði væntanlega fært City sigurmarkið í leiknum. Haaland missti sig við dómarann og fékk að launum gult spjald fyrir þau mótmæli. City náði ekki að skora sigurmarkið og varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Erling Haaland faces an FA charge after blasting referee Simon Hooper following Manchester City's six goal thriller with Tottenham at the Etihad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 4, 2023 Dejan Kulusevski hafði jafnað metin fyrir Tottenham á 90. mínútu en á fimmtu mínútu í uppbótartíma þá stoppaði Simon Hooper leikinn þegar Jack Grealish var sloppinn í gegn eftir sendingu frá Haaland. Það var vissulega brotið á Haaland en dómarinn rændi hann augljósum hagnaði því norski framherjinn hafði þá sent boltann inn fyrir vörnina á Grealish. Það skrýtna við þetta allt saman er að það var eins og Hooper hafi gefið merki um hagnað en flautaði svo í flautuna. Flestir eru á því að þarna hafi dómarinn gert stór mistök og rænt City marki. Haaland var hins vegar ekki runninn reiðin eftir leikinn því hann fór inn á samfélagsmiðla og setti inn færslu. Það stóð reyndar ekki mikið í færslunni en þessir þrír stafir hans gætu möguleika komið Norðmanninum í vandræði hjá aganefnd ensku deildarinnar. Wtf https://t.co/E7GKDiTZAf— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 3, 2023 Hann skrifaði WTF og deildi myndbandi af atvikinu en WTF stendur auðvitað fyrir „What the fuck“ eða „Hvað í andskotanum“. Þessir þrír stafir gætu verið nóg til að Haaland verði dæmdur fyrir brot á reglu E3.1 sem snýr af því hvað menn segja í viðtölum eða setja inn á samfélagsmiðla. Haaland er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk en hann náði ekki að skora í þessu 3-3 jafntefli í gær. Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Haaland missti sig við dómarann og fékk að launum gult spjald fyrir þau mótmæli. City náði ekki að skora sigurmarkið og varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Erling Haaland faces an FA charge after blasting referee Simon Hooper following Manchester City's six goal thriller with Tottenham at the Etihad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 4, 2023 Dejan Kulusevski hafði jafnað metin fyrir Tottenham á 90. mínútu en á fimmtu mínútu í uppbótartíma þá stoppaði Simon Hooper leikinn þegar Jack Grealish var sloppinn í gegn eftir sendingu frá Haaland. Það var vissulega brotið á Haaland en dómarinn rændi hann augljósum hagnaði því norski framherjinn hafði þá sent boltann inn fyrir vörnina á Grealish. Það skrýtna við þetta allt saman er að það var eins og Hooper hafi gefið merki um hagnað en flautaði svo í flautuna. Flestir eru á því að þarna hafi dómarinn gert stór mistök og rænt City marki. Haaland var hins vegar ekki runninn reiðin eftir leikinn því hann fór inn á samfélagsmiðla og setti inn færslu. Það stóð reyndar ekki mikið í færslunni en þessir þrír stafir hans gætu möguleika komið Norðmanninum í vandræði hjá aganefnd ensku deildarinnar. Wtf https://t.co/E7GKDiTZAf— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 3, 2023 Hann skrifaði WTF og deildi myndbandi af atvikinu en WTF stendur auðvitað fyrir „What the fuck“ eða „Hvað í andskotanum“. Þessir þrír stafir gætu verið nóg til að Haaland verði dæmdur fyrir brot á reglu E3.1 sem snýr af því hvað menn segja í viðtölum eða setja inn á samfélagsmiðla. Haaland er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk en hann náði ekki að skora í þessu 3-3 jafntefli í gær.
Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira