Everton áfrýjaði þyngsta dómnum Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 16:00 Stuðningsmenn Everton mótmæltu sumir dómnum fyrir leikinn við Manchester United um síðustu helgi, og telja hann til marks um spillingu. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Enska knattspyrnufélagið Everton hefur áfrýjað dómnum sem fól í sér að liðið missti tíu stig á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Everton hlaut tíu stiga refsingu, þyngsta dóm í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili en félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið viðurkenndi brot sín en sagði ákvörðun óháðu nefndarinnar um svo þunga refsingu algjört áfall og vonbrigði. Samkvæmt frétt BBC er ljóst að áfrýjunin verður tekin fyrir áður en að þessu keppnistímabili lýkur. Vegna dómsins féll liðið niður úr 14. sæti í það nítjánda og situr því í fallsæti, fimm stigum frá næsta örugga sæti. Everton listaði upp sex hluti sem hluta af vörn sinni áður en dómurinn var kveðinn, og benti meðal annars á mál landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var leikmaður félagsins þegar hann var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Aðeins tvisvar áður hafa stig verið dregin af liði í ensku úrvalsdeildinni, frá stofnun hennar árið 1992. Þrjú stig voru dregin af Middlesbrough fyrir að mæta ekki til leiks gegn Blackburn Rovers tímabilið 1996-97 og níu stig voru dregin af Portsmouth eftir að félagið fór í greiðslustöðvun 2009-10. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Everton hlaut tíu stiga refsingu, þyngsta dóm í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili en félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið viðurkenndi brot sín en sagði ákvörðun óháðu nefndarinnar um svo þunga refsingu algjört áfall og vonbrigði. Samkvæmt frétt BBC er ljóst að áfrýjunin verður tekin fyrir áður en að þessu keppnistímabili lýkur. Vegna dómsins féll liðið niður úr 14. sæti í það nítjánda og situr því í fallsæti, fimm stigum frá næsta örugga sæti. Everton listaði upp sex hluti sem hluta af vörn sinni áður en dómurinn var kveðinn, og benti meðal annars á mál landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var leikmaður félagsins þegar hann var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Aðeins tvisvar áður hafa stig verið dregin af liði í ensku úrvalsdeildinni, frá stofnun hennar árið 1992. Þrjú stig voru dregin af Middlesbrough fyrir að mæta ekki til leiks gegn Blackburn Rovers tímabilið 1996-97 og níu stig voru dregin af Portsmouth eftir að félagið fór í greiðslustöðvun 2009-10.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn