Stólarnir óttast ekki dómsmál: „Eru með tapað mál í höndunum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 11:48 Jacob Calloway í leik með Val á sínum tíma. Hann er nú mættur á Sauðárkrók frá Kósóvó og hyggst hefja nýjan kafla á sínum ferli. Vísir/Bára Dröfn Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kósóvó þess efnis að fara með mál, tengt félagsskiptum Bandaríkjamannsins Jacob Calloway til Tindastóls, fyrir dómstóla. Calloway er mættur á Sauðárkrók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfuboltaferli. Á dögunum var greint frá því að Calloway, sem varð á sínum tíma Íslandsmeistari með liði Vals, væri að mæta aftur til landsins og ganga til liðs við Íslandsmeistara Tindastól frá KB Peja. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, þekkir vel til leikmannsins en þeir spiluðu saman hjá Val á sínum tíma. Í samtali við Vísi sagði hann frá því hvernig Calloway hefði sett sig í samband við sig og sagðist Bandaríkjamaðurinn vera að losna undan samningi sínum við KB Peja. Þessar vendingar komu á fullkomnum tíma fyrir Tindastól sem var í leit að styrkingu í leikmannahóp sinn. Það leið hins vegar ekki að löngu þar til KB Peja sendi frá sér yfirlýsingu. Þar var greint frá því að Calloway hefði í skyndi yfirgefið félagið og farið frá Kósóvó án þess að ná samkomulagi um brotthvarf sitt. Í niðurlagi yfirlýsingar félagsins segist það ætla að leita réttar síns. Dagur Þór Baldvinsson er formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Calloway er mættur á Sauðárkrók, þó án þess að vera kominn með leikheimild en forráðamenn félagsins eru rólegir yfir stöðu mála. „Umboðsmaður Calloway er að vinna í þessum málum. Félagið braut hans samning náttúrulega bara algjörlega. Hann er með allan rétt sín megin. Við erum bara að vinna í þessu,“ segor Dagir aðspurður um stöðu mála varðandi leikmanninn. Þið eruð ekki hræddir um að félagsskiptin falli upp fyrir? „Ég hef ekki trú á því nei. En það kemur bara í ljós.“ Hvenær bindið þið vonir við að Calloway geti hafið leik með liðinu? „Þetta tekur nú alltaf einhvern tíma. Venjulegt ferli í svona málum tekur yfirleitt tvær til þrjár vikur. Það þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“ Þannig þið eruð ekki að missa svefn yfir þessu máli? „Nei, nei. Þeir mega alveg fara með þetta fyrir dómstól. Þeir eru með tapað mál í höndunum því þeir eru búnir að brjóta allan samninginn hans.“ Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Calloway, sem varð á sínum tíma Íslandsmeistari með liði Vals, væri að mæta aftur til landsins og ganga til liðs við Íslandsmeistara Tindastól frá KB Peja. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, þekkir vel til leikmannsins en þeir spiluðu saman hjá Val á sínum tíma. Í samtali við Vísi sagði hann frá því hvernig Calloway hefði sett sig í samband við sig og sagðist Bandaríkjamaðurinn vera að losna undan samningi sínum við KB Peja. Þessar vendingar komu á fullkomnum tíma fyrir Tindastól sem var í leit að styrkingu í leikmannahóp sinn. Það leið hins vegar ekki að löngu þar til KB Peja sendi frá sér yfirlýsingu. Þar var greint frá því að Calloway hefði í skyndi yfirgefið félagið og farið frá Kósóvó án þess að ná samkomulagi um brotthvarf sitt. Í niðurlagi yfirlýsingar félagsins segist það ætla að leita réttar síns. Dagur Þór Baldvinsson er formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Calloway er mættur á Sauðárkrók, þó án þess að vera kominn með leikheimild en forráðamenn félagsins eru rólegir yfir stöðu mála. „Umboðsmaður Calloway er að vinna í þessum málum. Félagið braut hans samning náttúrulega bara algjörlega. Hann er með allan rétt sín megin. Við erum bara að vinna í þessu,“ segor Dagir aðspurður um stöðu mála varðandi leikmanninn. Þið eruð ekki hræddir um að félagsskiptin falli upp fyrir? „Ég hef ekki trú á því nei. En það kemur bara í ljós.“ Hvenær bindið þið vonir við að Calloway geti hafið leik með liðinu? „Þetta tekur nú alltaf einhvern tíma. Venjulegt ferli í svona málum tekur yfirleitt tvær til þrjár vikur. Það þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“ Þannig þið eruð ekki að missa svefn yfir þessu máli? „Nei, nei. Þeir mega alveg fara með þetta fyrir dómstól. Þeir eru með tapað mál í höndunum því þeir eru búnir að brjóta allan samninginn hans.“
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira