Stólarnir óttast ekki dómsmál: „Eru með tapað mál í höndunum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 11:48 Jacob Calloway í leik með Val á sínum tíma. Hann er nú mættur á Sauðárkrók frá Kósóvó og hyggst hefja nýjan kafla á sínum ferli. Vísir/Bára Dröfn Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kósóvó þess efnis að fara með mál, tengt félagsskiptum Bandaríkjamannsins Jacob Calloway til Tindastóls, fyrir dómstóla. Calloway er mættur á Sauðárkrók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfuboltaferli. Á dögunum var greint frá því að Calloway, sem varð á sínum tíma Íslandsmeistari með liði Vals, væri að mæta aftur til landsins og ganga til liðs við Íslandsmeistara Tindastól frá KB Peja. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, þekkir vel til leikmannsins en þeir spiluðu saman hjá Val á sínum tíma. Í samtali við Vísi sagði hann frá því hvernig Calloway hefði sett sig í samband við sig og sagðist Bandaríkjamaðurinn vera að losna undan samningi sínum við KB Peja. Þessar vendingar komu á fullkomnum tíma fyrir Tindastól sem var í leit að styrkingu í leikmannahóp sinn. Það leið hins vegar ekki að löngu þar til KB Peja sendi frá sér yfirlýsingu. Þar var greint frá því að Calloway hefði í skyndi yfirgefið félagið og farið frá Kósóvó án þess að ná samkomulagi um brotthvarf sitt. Í niðurlagi yfirlýsingar félagsins segist það ætla að leita réttar síns. Dagur Þór Baldvinsson er formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Calloway er mættur á Sauðárkrók, þó án þess að vera kominn með leikheimild en forráðamenn félagsins eru rólegir yfir stöðu mála. „Umboðsmaður Calloway er að vinna í þessum málum. Félagið braut hans samning náttúrulega bara algjörlega. Hann er með allan rétt sín megin. Við erum bara að vinna í þessu,“ segor Dagir aðspurður um stöðu mála varðandi leikmanninn. Þið eruð ekki hræddir um að félagsskiptin falli upp fyrir? „Ég hef ekki trú á því nei. En það kemur bara í ljós.“ Hvenær bindið þið vonir við að Calloway geti hafið leik með liðinu? „Þetta tekur nú alltaf einhvern tíma. Venjulegt ferli í svona málum tekur yfirleitt tvær til þrjár vikur. Það þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“ Þannig þið eruð ekki að missa svefn yfir þessu máli? „Nei, nei. Þeir mega alveg fara með þetta fyrir dómstól. Þeir eru með tapað mál í höndunum því þeir eru búnir að brjóta allan samninginn hans.“ Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Calloway, sem varð á sínum tíma Íslandsmeistari með liði Vals, væri að mæta aftur til landsins og ganga til liðs við Íslandsmeistara Tindastól frá KB Peja. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, þekkir vel til leikmannsins en þeir spiluðu saman hjá Val á sínum tíma. Í samtali við Vísi sagði hann frá því hvernig Calloway hefði sett sig í samband við sig og sagðist Bandaríkjamaðurinn vera að losna undan samningi sínum við KB Peja. Þessar vendingar komu á fullkomnum tíma fyrir Tindastól sem var í leit að styrkingu í leikmannahóp sinn. Það leið hins vegar ekki að löngu þar til KB Peja sendi frá sér yfirlýsingu. Þar var greint frá því að Calloway hefði í skyndi yfirgefið félagið og farið frá Kósóvó án þess að ná samkomulagi um brotthvarf sitt. Í niðurlagi yfirlýsingar félagsins segist það ætla að leita réttar síns. Dagur Þór Baldvinsson er formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Calloway er mættur á Sauðárkrók, þó án þess að vera kominn með leikheimild en forráðamenn félagsins eru rólegir yfir stöðu mála. „Umboðsmaður Calloway er að vinna í þessum málum. Félagið braut hans samning náttúrulega bara algjörlega. Hann er með allan rétt sín megin. Við erum bara að vinna í þessu,“ segor Dagir aðspurður um stöðu mála varðandi leikmanninn. Þið eruð ekki hræddir um að félagsskiptin falli upp fyrir? „Ég hef ekki trú á því nei. En það kemur bara í ljós.“ Hvenær bindið þið vonir við að Calloway geti hafið leik með liðinu? „Þetta tekur nú alltaf einhvern tíma. Venjulegt ferli í svona málum tekur yfirleitt tvær til þrjár vikur. Það þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“ Þannig þið eruð ekki að missa svefn yfir þessu máli? „Nei, nei. Þeir mega alveg fara með þetta fyrir dómstól. Þeir eru með tapað mál í höndunum því þeir eru búnir að brjóta allan samninginn hans.“
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins