Þriðjungur landsliðsfólks hefur spilað leik þar sem úrslitum var líklega hagrætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 07:31 Sander Sagosen og Filip Jicha er ekki sáttir með dómarann í leik með Kiel. Getty/Frank Molter Könnun skandinavísku sjónvarpsstöðvanna hefur nú opinberað sláandi niðurstöður þegar kemur að hagræðingu úrslita í handboltaleikjum. Ríkísjónvarpsstöðvarnar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, NRK, SVT og DR, gerðu þessa könnun meðal landsliðsfólksins síns. Einn af hverjum þremur leikmönnum landsliða þjóðanna grunar að þau hafi spilað leik þar sem úrslitum var hagrætt. Tveir þriðju af þeim sem svöruðu játandi töldu enn fremur að þetta hafi gerst margoft í þeirra leikjum. Það er svo sem ekkert nýtt að menn hafi reynt að opinbera óheiðarlega dómara í handboltanum enda gömul saga og ný að dómgæsla í Evrópuleikjum hafi oft verið eins dómurum hafi hreinlega verið mútað. Það sem er athyglisvert við þessar niðurstöður er sú staðreynd að svo stór hluti af besta handboltafólki Norðurlanda hafi upplifað slíkt á eigin skinni. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og ræðir við landsliðsfólk sitt. „Þetta eru sjokkerandi niðurstöður,“ sagði Sander Sagosen, stærsta handboltastjarna Norðmanna þegar hann heyrði um niðurstöðurnar. 103 af landsliðsfólki Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur tóku þátt í könnuninni en næstum helmingur leikmanna sem hafa tekið þátt í stórmótum landsliða þjóðanna svöruðu. „Þetta er mikið áhyggjuefni. Þetta eru alls ekki góðar tölur fyrir okkar íþrótt og það er sorglegt að sjá þetta,“ sagði Sagosen en meiri en helmingur þeirra sem svöruðu játandi töluðu um grun um hagræðing úrslita á síðustu fjórum árum. Lotte Grigel hefur spilað fyrir danska landsliðið á átta stórmótum og leikið sem atvinnumaður í Rússlandi, Ungverjalandi og Frakklandi en hún setti skóna upp á hilluna árið 2021. „Þetta ætti ekki að vera vandamál sem við þurfum að ræða. Við ættum að vera örugg um það að það væri engin hagræðing úrslita í gangi í okkar íþrótt,“ sagði Grigel. Norska ríkisútvarpið ræddi við nokkra handboltastjörnur um þeirra upplifun en það má lesa fréttina hér. Handbolti Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Ríkísjónvarpsstöðvarnar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, NRK, SVT og DR, gerðu þessa könnun meðal landsliðsfólksins síns. Einn af hverjum þremur leikmönnum landsliða þjóðanna grunar að þau hafi spilað leik þar sem úrslitum var hagrætt. Tveir þriðju af þeim sem svöruðu játandi töldu enn fremur að þetta hafi gerst margoft í þeirra leikjum. Það er svo sem ekkert nýtt að menn hafi reynt að opinbera óheiðarlega dómara í handboltanum enda gömul saga og ný að dómgæsla í Evrópuleikjum hafi oft verið eins dómurum hafi hreinlega verið mútað. Það sem er athyglisvert við þessar niðurstöður er sú staðreynd að svo stór hluti af besta handboltafólki Norðurlanda hafi upplifað slíkt á eigin skinni. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og ræðir við landsliðsfólk sitt. „Þetta eru sjokkerandi niðurstöður,“ sagði Sander Sagosen, stærsta handboltastjarna Norðmanna þegar hann heyrði um niðurstöðurnar. 103 af landsliðsfólki Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur tóku þátt í könnuninni en næstum helmingur leikmanna sem hafa tekið þátt í stórmótum landsliða þjóðanna svöruðu. „Þetta er mikið áhyggjuefni. Þetta eru alls ekki góðar tölur fyrir okkar íþrótt og það er sorglegt að sjá þetta,“ sagði Sagosen en meiri en helmingur þeirra sem svöruðu játandi töluðu um grun um hagræðing úrslita á síðustu fjórum árum. Lotte Grigel hefur spilað fyrir danska landsliðið á átta stórmótum og leikið sem atvinnumaður í Rússlandi, Ungverjalandi og Frakklandi en hún setti skóna upp á hilluna árið 2021. „Þetta ætti ekki að vera vandamál sem við þurfum að ræða. Við ættum að vera örugg um það að það væri engin hagræðing úrslita í gangi í okkar íþrótt,“ sagði Grigel. Norska ríkisútvarpið ræddi við nokkra handboltastjörnur um þeirra upplifun en það má lesa fréttina hér.
Handbolti Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira