Ísland á meðal efstu liða í spám veðbanka fyrir EM Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 08:01 Það mun mæða mikið á Ómari Inga Magnússyni á komandi stórmóti með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu þar til að flautað verður til leiks á Evrópumótinu í handbolta eru spár veðbanka fyrir mótið teknar að birtast. Mótið fer fram í Þýskalandi í þetta sinn og er Ísland á meðal þátttökuþjóða. Um er að ræða fyrsta stórmót liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Hingað til hefur liðið leikið tvo leiki undir hans stjórn, æfingarleiki gegn Færeyjum hér heima og unnust þeir báðir. Ísland endaði í 6.sæti á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022 og miðað við spár veðbanka má búast við svipaðri niðurstöðu á komandi Evrópumóti. Snorri Steinn hefur farið á fjölmörg stórmót í gegnum tíðina en núna er hann á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari.Vísir/Hulda Margrét Veðbankarnir Unibet og Boylesports spá því báðir að Ísland, sem verður í riðli með Serbíu, Ungverjalandi og Svartfjallalandi, muni enda í 6. sæti mótsins. Líklegast þykir að ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur muni hrifsa til sín Evrópumeistaratitilinn af nágrönnunum frá Svíþjóð og standa uppi sem meistarar að afloknum úrslitaleik EM 2024 þann 28. janúar á næsta ári. Svíum er spáð öðru sæti, Spánverjum þriðja, Frökkum fjórða og Þjóðverjum, sem leika á heimavelli, fimmta sæti. Nokkuð stórt bil er svo í stuðlunum frá Íslandi í 6. sæti og niður í Noreg í 7. sæti. Skeinuhættir Ungverjar Riðill Íslands á Evrópumótinu er spilaður í Munchen og hefur íslenska landsliðið leik gegn Serbíu þann 12. janúar. Veðbankar hafa trú á því að Serbar muni enda í níunda sæti á mótinu. Þann 14. janúar tekur við leikur gegn Svartfellingum sem er ekki spáð sérstöku gengi á mótinu, raunar er liðið á meðal þeirra sex liða sem spáð er lakasta genginu samkvæmt veðbönkum. Tveimur dögum síðar, nánar tiltekið þann 16. janúar munu Strákarnir okkar mæta Ungverjum sem er það lið í riðlinum, á eftir Íslandi, sem spáð er bestu gengi á mótinu. Veðbankar hafa trú á því að Ungverjar, sem enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð í upphafi þessa árs, muni enda í áttunda sæti á EM í Þýskalandi. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Sjá meira
Um er að ræða fyrsta stórmót liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Hingað til hefur liðið leikið tvo leiki undir hans stjórn, æfingarleiki gegn Færeyjum hér heima og unnust þeir báðir. Ísland endaði í 6.sæti á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022 og miðað við spár veðbanka má búast við svipaðri niðurstöðu á komandi Evrópumóti. Snorri Steinn hefur farið á fjölmörg stórmót í gegnum tíðina en núna er hann á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari.Vísir/Hulda Margrét Veðbankarnir Unibet og Boylesports spá því báðir að Ísland, sem verður í riðli með Serbíu, Ungverjalandi og Svartfjallalandi, muni enda í 6. sæti mótsins. Líklegast þykir að ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur muni hrifsa til sín Evrópumeistaratitilinn af nágrönnunum frá Svíþjóð og standa uppi sem meistarar að afloknum úrslitaleik EM 2024 þann 28. janúar á næsta ári. Svíum er spáð öðru sæti, Spánverjum þriðja, Frökkum fjórða og Þjóðverjum, sem leika á heimavelli, fimmta sæti. Nokkuð stórt bil er svo í stuðlunum frá Íslandi í 6. sæti og niður í Noreg í 7. sæti. Skeinuhættir Ungverjar Riðill Íslands á Evrópumótinu er spilaður í Munchen og hefur íslenska landsliðið leik gegn Serbíu þann 12. janúar. Veðbankar hafa trú á því að Serbar muni enda í níunda sæti á mótinu. Þann 14. janúar tekur við leikur gegn Svartfellingum sem er ekki spáð sérstöku gengi á mótinu, raunar er liðið á meðal þeirra sex liða sem spáð er lakasta genginu samkvæmt veðbönkum. Tveimur dögum síðar, nánar tiltekið þann 16. janúar munu Strákarnir okkar mæta Ungverjum sem er það lið í riðlinum, á eftir Íslandi, sem spáð er bestu gengi á mótinu. Veðbankar hafa trú á því að Ungverjar, sem enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð í upphafi þessa árs, muni enda í áttunda sæti á EM í Þýskalandi.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Sjá meira