Þingkona sakar kollega um byrlun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2023 22:16 Málið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi. Vincent Koebel/Getty Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið. Frakkland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið.
Frakkland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira