Gætum nýtt raforku átta prósent betur Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2023 13:46 Skýrslan var meðal annars unnin fyrir Landsvirkjun. Hörður Arnarson er forstjóri fyrirtækisins. Stöð 2/Egill Nýta má raforku á Íslandi betur en nú er gert. Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni um 1.500 gígavattstundir á ári, eða sem nemur um átta prósent af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“ Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“
Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira