Brot Everton og Man. City vera eins og að vera tekinn með eða án radarvara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:00 Erling Haaland fagnar marki með Manchester City í leik á móti Everton. Getty/Daniel Chesterton Tíu stig voru tekin af Everton á dögunum vegna brota félagsins á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Við þetta voru menn fljótir að benda á bæði Manchester City og Chelsea og spá enn verri refsingum fyrir þau. Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira