Dusty með frábæra endurkomu í úrslitaleiknum Snorri Már Vagnsson skrifar 19. nóvember 2023 23:10 NOCCO Dusty sigruðu íslensku forkeppnina fyrir BLAST-mótið. Rafíþróttasamband Íslands Úrslitakvöld forkeppni BLAST-mótsins fór fram í dag. Í undanúrslitum spiluðu NOCCO Dusty gegn Þór og Saga lék gegn Young Prodigies. Þórsarar héldu vel í við Dusty-menn í viðureign liðanna tveggja en Þór fundu þó ekki sigur í neinum leik. Og Dusty sigruðu 2-0. Leikirnir fóru 13-11 og 13-7. Young Prodigies sigruðu fyrsta leikinn gegn Sögu en Saga svöruðu fljótt fyrir sig og sigruðu leik 2. Báðir voru sigrarnir með þó nokkrum yfirburðum en í síðasta leiknum var jafnara í spilum. Á endanum stóðu Saga-menn með sigurinn eftir spennandi leik sem endaði 13-11. Saga og Dusty mættust því í úrslitum og tóku Saga fyrsta leikinn 13-11. Dusty fundu þó takt sinn á ný og sigruðu hina tvo leikina, og var sstaðan 13-9 og 13-7 í þeim. Dusty sigra því íslensku forkeppni BLAST-mótsins og fá því miða í undankeppnina fyrir BLAST-mótið. Rafíþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn
Þórsarar héldu vel í við Dusty-menn í viðureign liðanna tveggja en Þór fundu þó ekki sigur í neinum leik. Og Dusty sigruðu 2-0. Leikirnir fóru 13-11 og 13-7. Young Prodigies sigruðu fyrsta leikinn gegn Sögu en Saga svöruðu fljótt fyrir sig og sigruðu leik 2. Báðir voru sigrarnir með þó nokkrum yfirburðum en í síðasta leiknum var jafnara í spilum. Á endanum stóðu Saga-menn með sigurinn eftir spennandi leik sem endaði 13-11. Saga og Dusty mættust því í úrslitum og tóku Saga fyrsta leikinn 13-11. Dusty fundu þó takt sinn á ný og sigruðu hina tvo leikina, og var sstaðan 13-9 og 13-7 í þeim. Dusty sigra því íslensku forkeppni BLAST-mótsins og fá því miða í undankeppnina fyrir BLAST-mótið.
Rafíþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn