Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. nóvember 2023 08:01 Ekkert lát virðist vera á vinsældum jólalags Carey. Getty Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill. Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill.
Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira